Smashbox Liquid Halo HD| Umfjöllun

Ég lagði af stað í meik-leiðangur um daginn. Mig var sárlega farið að vanta fljótandi farða í safnið og ég hafði heyrt um Smashbox Liqud Halo HD farðann frá nokkrum vel metnum youtube-urum nýlega svo ég skellti mér á slíkann. 

Ég var mjög spennt að prufa en fyrstu viðbrögðin voru vonbrigði. Mér fannst hann meira eins og litað rakakrem en farði- það fór eitthvað voðalega lítið fyrir honum, en það mátti kanski búast við því þar sem hann á að hafa light to medium þekju. 

Ég prófaði hann þó aftur og aftur, með mismunandi burstum og svömpum og hef að auki komist að því að hann blandast mjög fallega ef maður notar fingurna til að bera hann á. Ég nota þó oftast þéttan flat top bursta. Hann hefur ekki mikla þekju en hann jafnar húðlitinn fallega og er frábær farði fyrir sumrin, þegar maður þarf ekki mikið en vill smá extra glow. Þar að auki er þetta HD farði svo hann á að henta vel í myndatökur, jafnvel þó hann sé með 15 í SPF. 

Fyrir og eftir. Húðliturinn verður jafnari og fínni en farðinn er þó þanni gerður að hann sést ekki mikið og samblandast húðinni manns mjög fallega og náttúrulega. 

Umbúðir: On point, falleg og elegant glerflaska með pumpu sem einfaldar notkun til muna og er hreinleg.

Áferð og ásetning: Létt og líkist þinni eigin húð, mjög létt þekja en jafnar húðlit og gefur ljóma- helsti galli er að það þarf mjög mikið til að þekja andlitið, varan er semsagt ekki mjög drjúg. Helst lengi fallegur á húðinni, finnst hann ekki hafa horfið þegar deginum lýkur og hann heldur bronzer og kinnalit vel.

Niðurstöður: Frekar ósýnilegur farði sem gerir helling fyrir mann án þess að maður átti sig almennilega á því. Ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af honum og er mjög fegin að ég gaf honum nokkra sénsa, því það tók mig alveg þónokkur skipti þar til mér fór að lítast almennilega á hann. Farðinn er oil-free svo hann ætti að henta feitari húðgerðum. Ég er reyndar með þurra húð en fíla hann samt vel. Mæli með fyrir þá sem vilja litla þekju og léttan farða sem líkist meira manns eigin húð en meiki. 


Katrín María
2 ummæli :

  1. Svör
    1. Ég keypti það annað hvort í Lyfju eða Lyf&Heilsa, rugla þessu alltaf saman (er þetta það sama)? hahah

      Eyða