Nýtt í safninu

Æj stundum kemur lífið bara fyrir mann. Engar afsakanir- ég veit það er langt síðan ég bloggaði, en ég er allavega einni háskólagráðu ríkari síðan síðast og að auki orðin uppfull af blogg hugmyndum. Það er ennþá margt að gerast í lífinu en ég sakna þess svo óskaplega að blogga svo ég ætla að reyna að hafa það ofarlega á to do listanum í hverri viku. 

Á þessum blogglausa tíma hef ég keypt mér nokkrar snyrtivörur og þess háttar, þó ekki of mikið- enda er ég að reyna að spara þar sem miðar hafa verið keyptir til útlanda í september. En eftirfarandi er eitt og annað sem mig hefur vantað/ eða afleiðing þess að ég get ekki staðist freistingar.Smashbox Halo Liquid HD foundation
Ég hafði heyrt svolítið um þennan farða á youtube undanfarið og mig var farið að vanta meik. Mig langar alltaf að prófa eitthvað nýtt svo ég ákvað að skella mér á þennan. Það er von á nánari umfjöllun á næstu dögum :)

Nivea Lip Butter í Rasperry Rose
Varasalvasjúklingurinn í mér varð að prufa þennan þegar ég gekk fram á hann í Hagkaup. Man þegar allir á youtube voru að tala um þessa varasalva og hversu góðir þeir væru. Lyktin af þessum Rasperry Rose salva er nóg til að ég mæli með honum fyrir alla. Himnesk!

EOS varasalvar í Honeysuckle Honeydew, Sweet Mint og Strawberry Sorbet
Þessi stækkun á EOS varasalvasafninu mínu er meira einhverskonar árátta en eitthvað annað. Þeir eru ekkert bestu varasalvar í heimi, að minnsta kosti ekki 2000 króna virði (en þeir virka fínt og eru sætir) En þessi appelsínuguli, mandarínu, er eini sem er medicated og hann er allra besti varasalvinn sem ég hef prófað! (Hann er ekki á myndinni).

Gosh Click'n'Conceal
Keypti þennan í Makeup Gallerý í dag, langar svo að prufa hann undir augun þannig ég keypti ljósasta. Ég nota venjulega MAC pro longwear í NW15 undir augun og elska hann, en mig langar að finna einhvern ódýrari svona fyrir minni tilefni- vonandi er þessi góður, ég læt vita :) Gosh vörurnar eru líka allar paraben fríaar sem er plús. 

Lancôme Teint Miracle foundation
Fékk þennan frá Júlíönunni minni. Áferðin á farðanum er himnesk, hann er reyndar aðeins of dökkur en ég verð bara að tana hart í útlöndum í haust (og nýta St. Tropez froðuna sem ég keypti mér um daginn). Ótrúlega fallegt meik. 

Diorshow Iconic Overcurl maskarinn
Keypti mér þennan um daginn því ég hafði heyrt svo góða hluti um hann. Hann hentar mér ekkert sérstaklega vel, finnst augnhárin virðast svo stutt þegar ég nota hann, kanski því hann gefur meiri volume en lengd- er ekki alveg viss því ég hef bara heyrt stórkostlega hluti um hann. 

Real Techniques Silicone Liner Brush
Varð að kaupa mér þennan til að prufa. Keypti hann bara í dag þannig ég á eftir að prufa hann, en ég er vægast sagt spennt að skella á mig eyeliner vængjunum á morgun með þessum.

Dove GoFresh svitalyktaeyðirinn
Þessi græni er með gúrkum og grænu tei- uppáhalds lyktin mín frá Dove hingað til.

Það er þá ekki meira í bili. Slatti af færslum upcoming á næstunni :)

Katrín María
Engin ummæli :

Skrifa ummæli