Ný klipping| Youtube kemur til hjálpar!

Ég gerðist svo djörf að klippa af mér helling af hári, sjálf, í síðustu viku. Stundum fær maður bara leið og getur ekki beðið í nokkra daga með að fara á hárgreiðslustofu. Þá var það bara beint á youtube að leita af "How to cut your own hair". Það var náttúrulega aldrei neitt spes hugmynd, en eftir að hafa sameinað nokkra fróðleiksmola saman og dundað mér svo við allskyns lagfæringar endaði þetta allt á besta veg. Nema hvað ég er auðvitað mun hárfátækari eftirá. 

Svona var hárið fyrir: (og nei ég gat ekki fundið neina rómantískari og væmnari mynd).

Og svona var það eftir:
Ég er vel vinnuþreytt og glaseygð á þessari mynd, en hárið sést allavega að einhverju leyti. 
Fyrri myndin sínir reyndar illa raunverulega sídd, en ég myndi alveg þora að segja að ég hafi auðveldlega losað mig við 10-15 cm af hári, jafnvel meira. 

Aðferðin sem ég notaði var frekar biluð en youtube konan sem ég horfði á lét mig binda hárið í tagl undir hökuna á mér og klippa svo þar fyrir neðan (eftir því hvað ég vildi klippa mikið). Ég bara hlýddi og það virkaði (svona þegar ég var búin að eyða hálftíma í að losna við allskonar skrítnar misfellur og ójafnvægi). 

Mæli samt alveg með hárgreiðslustofum, fyrir þá sem eru þolinmóðari en ég og ekki eins nískir!

Katrín María1 ummæli :