Fyrsta brúðarförðunin| Sumarbrúðkaup

Þann 17. júní farðaði ég í fyrsta skipti brúði fyrir brúðkaup. Besta vinkona mín gifti sig þennan dag og barð mig að farða sig af því tilefni. Ég neita því ekki að ég var ótrúlega stressuð, ekki að ég sé ekki þrælvön að farða- en það er einhvern veginn meira stressandi þegar það liggur mikið undir. T.d. vill maður að brúðkaupsmyndirnar komi fallega út og fólk verður að vera ánægt, ekki bara á deginum sjálfum heldur um ókomin ár.

Brúðarförðun þarf því að vera tímalaus, einföld en nógu mikil svo að andlitsdrættirnir séu skýrir og fallegir á myndum. Eftir töluvert stress en þó að mestu yndislegan morgun vorum við svo öll meira en sátt við útkomuna, brúðurin, brúguminn og ég!
Athöfnin og myndatakan fóru meira að segja fram utandyra og það rigndi eldi og brennisteini allan tíman en förðunin hélst frábærlega langt fram á nótt þrátt fyrir allt sem gekk á.

Fyrir- brúðurin skálar í freyðivíni í vinkonubrunch að morgni brúðkaups. 


Ég var að sjálfsögðu með skipulagið alveg á hreinu í óreiðunni.
Gullfalleg!

Saman í veislunni <3

Katrín María
Engin ummæli :

Skrifa ummæli