Diorshow Iconic Overcurl| Umfjöllun

Mig var heldur betur farið að vanta maskara um daginn. Mig langar nefnilega alltaf í allt of marga til að ég geti valið og því fresta ég maskarakaupum alltaf óhóflega lengi. Ég hafði þó heyrt slatta um Diorshow Iconic Overcurl og þá oftast mjög jákvæða umfjöllun og lofsömun. Ég sló því til og prófaði gripinn. Þessi er ekki alveg mín tegund af skyri. Þetta er allt í lagi maskari, en ég er svo ótrúlega sérvitur þegar kemur að möskurum að það getur verið erfitt að gera mér til geðs. Ég hef heyrt að hann sé frábær fyrir þá sem vilja smitfrían og fastan maskara og þar að auki heldur hann krullu víst stórkostlega.
Mér fannst hann ekki lengja alveg nóg fyrir minn smekk. Ég þarf kanski að fara að lækka standardinn, því ég hef heyrt svo rosalega góða hluti um þennan maskara- það var eitthvað ekki að gera sig í kemestríunni okkar á milli. 

Hér getið þið séð með og án maskara. Vinstri myndin er ein umferð af Iconic Overcurl en hægri myndin eru tvær umferðir. Það er augljóslega mjög mikilvægt að fara fleiri en eina umferð að mínu mati. 

Hann lítur í sjálfu sér allt í lagi út- ég er einhvern vegin alltaf að bíða eftir maskaranum sem hrópar "ÞÚ ÞARFT ALDREI AFTUR GERVIAUGNHÁR"en þið vitið... ég þarf kanski bara að taka höfuðið niður úr skýjunum í smá stund. 

Maskarinn helst vel, í gegnum grát, skin og skúrir og allt það, hann er hinn fínasti maskari. Ef ykkur langar í venjulegan maskara, sem heldur krullu vel og smitast ekki, þá mæli ég klárlega með þessum. En ef ykkur langar í eitthvað yfirþyrmandi geggjað og frábært- þá þurfum við  "stutt-augnhára-fólkið" örugglega bara að fara saman í gerviaugnháraleiðangur. 

Katrín María2 ummæli :

 1. Hvaða lit tekur þú í rimmel stay matte púðrinu? :) Kv Margrét

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu það er bara mismunanadi, mest hef ég notað sandstorm (bara því það er oftast til) en hef líka notað translucent og silky beige- allir litir virðast virka nokkuð universal svona hingað til. Get venjulega notað þessa liti alla þrjá á alveg allskonar litaðar vinkonur mínar- þannig það virðist ekki skipta of miklu máli hvaða lit maður kaupir.
   Sandstorm er aðeins meira gultóna en silky beige t.d. og þess vegna vel ég það venjulega.

   Eyða