Bubblelina| Breytilegt naglalakk!

Okei stundum verður maður bara of spenntur yfir naglalakki. Það hefur oft gerst í gegnum tíðina; glimmer, neon, french, shatter og margt annað hefur fangað huga manns og kitlað gleðikirtlana óhóflega. En þetta fór alveg upp á næsta level nýlega þegar Bubblelina hitabreytandi lökkin mættu í Makeup Gallerý á Akureyri. 

Þau voru búin að liggja á hillunni í nokkra daga og ég hafði heyrt hvernig þau virkuðu, en það var ekki fyrr en Karin frá www.nola.is sem flytur þau inn, kom og var með kynningu og demo á lökkunum í Makeup Gallerý sem ég varð virkilega spennt yfir þeim!

Ég varð auðvitað strax að prufa testerana og setti á mig litinn "Orange you glad" ásamt einni blárri accent nögl.  Þau eru bæði með svona "sand áferð".

Lökkin eru þannig að þau breyta um lit í hita/kulda. Á myndunum hér að ofan er lakkið ljóst þar sem nöglin er heit (sökum líkamshita) en dökkt þar sem neglurnar eru kaldar (t.d. er ég að dýfa einni nögl í kalt vatn á neðri myndinni). Hjá mér eru neglurnar líka það langar að þær haldast yfirleitt kaldar fremst (sést á myndinni). 

Þetta fer því mest eftir því hvort þér er heitt eða kalt, en þú getur leikið þér að breyta litunum með köldu  og heitu vatni eða öðrum kælandi/hitandi hlutum að vild.

Hér prufaði ég litinn "Don't let the man-go" en hann er gulur þegar manni er heitt og rauður þegar manni er kalt. Það er líka mangólykt af honum! Mér finnst þessi svo skemmtilegur því hann gjörbreytir um lit. Þessi er ekki með sand áferð.

Hér er nokkrum af litunum dýft í heitt vatn á efri myndinni, þannig lýsast þeir töluvert. 

Sjálf gat ég ekki staðist mátið og ákvað að splæsa í eitt glas (átti mjög erfitt með að velja og á eflaust eftir að kaupa fleiri). Ég keypti mér Signature Bubblelina lakkið, fyrsta lakkið sem búið var til af þessum hitabreytilökkum þeirra og það er þetta í fjólubláu flöskunni á efstu myndinni í blogginu. Það er einnig á neðstu myndinni, þetta fjólubláa/bleika. Það er bleikt þegar manni er heitt og dökkfjólublátt þegar manni kólnar, áferðin á því er bara svona venjuleg slétt áferð.

Lökkin sem ég hef prófað hingað til (fjórar týpur) hafa enst mjög vel á nöglunum mínum. 

Ég er eitthvað svo ofurspennt fyrir svona öðruvísi og spennandi stöffi. Varð að blogga um þetta því þetta gladdi mig svo! (Það skal tekið fram að ég er ekkert sponseruð og ég keypti lakkið mitt sjálf). Ég var bara of spennt yfir þessu til að deila því ekki með ykkur :)

Eini sölustaðurinn á Akureyri eins og er, er Makeup Gallerý á Glerártorgi en svo fást lökkin á www.nola.is og á einhverjum sölustöðum í Reykjavík ef þið verðið jafn spennt fyrir þessu og ég ;)

Katrín María


Engin ummæli :

Skrifa ummæli