Að komast til botns...

Ég fékk skemmtilegt request fyrir þó nokkru síðan hér á bloggið. En þá var ég beðin um að blogga um vörur sem ég er komin niður í botn á (niður í "pan" eins og kanarnir myndu segja). Ég elska að horfa á svoleiðis vídjó og skoða svoleiðis blogg, því ef manneskja hefur notað voruna svo mikið að það er farið að sjást í botninn er nokkuð víst að hún hefur ýmislegt um vöruna að segja (og líklega jákvætt). 

Mér fannst því tilvalið að slá til og skella í eitt slíkt, en hér að neðan eru allar vörurnar sem ég er "komin til botns í", þ.e. þær sem ég hef ekki þegar hent. 

Naked Flushed hefur verið í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega núna undanfarið. Ég hef verið að nota bronzerinn daglega í sumar svo það er ekki skrítið að það sé farið að sjá á honum. Liturinn passar mér vel og ég mæli hiklaust með þessu fyrir ferðaglaða förðunarsjúklinga.

Kinnaliturinn í Taupe frá NYX var lengi vel uppáhaldið mitt til að skyggja andlitið. Hann er enn ofarlega á listanum en ég hef dregið svolítið úr skyggingaræðinu seinustu vikurnar. Hann hefur enst mér ansi lengi, en er skiljanlega farin að láta á sjá eftir stöðuga notkun. Mæli með fyrir föla förðunarsjúklinga. 

Naked Basics palettan er eintóm gleði í dós. Mattir augnskuggar í þessum basic blöndunar og skyggingarlitum sem eru fullkomnir fyrir daglega notkun. Ég tók það nokkuð bókstaflega og hef látið þessa finna vel fyrir því. Mæli með fyrir blöndunarglaða förðunarsjúklinga. 

Elsku Lorac Pro. 6 augnkuggar komnir til botns, enda er þessi augnskuggapaletta allt það og meira til. Ef þú átt þessa í safninu getur ekkert farið úrskeiðis- hef sýnt þessum augnskuggum meiri ást en nokkrum öðrum í safninu. Mæli með fyrir augnskuggafátæka förðunarsjúklinga. 

Chanel Poudre Universelle púðrið mitt. Nota það jafn mikið og hvert annað púður en það hefur enst mér heldur betur lengur en önnur ódýrari púður. Ég var ekkert eitt sólskinsbros þegar ég var að punga út peningunum fyrir þessu púðri, en það skiptir greinilega máli hvað hlutirnir kosta því þetta er mun drjúgara en t.d. Rimmel Stay Matte hérna fyrir neðan, sem er þó eitt af uppáhalds. Mæli með fyrir ríka förðunarsjúklinga. 

Rimmel Stay Matte púðrið- eitt af uppáhalds, ekki síst vegna þess hversu ódýrt það er. Það eru alltaf nokkrar vel botnaðar dósir til á þessu heimili. Púðrið er nefnilega gott, en það klárast ótrúlega hratt- og því er það ekkert sérstakt afrek þegar farið er að sjást til botns. Mæli með fyrir glansandi förðunarsjúklinga.

e.l.f. eyebrow kit- Þetta er einmitt svoleiðis vara líka. Möst í safnið, ódýrt, alltaf gott en klárast allt of hratt. Það er samt allt í lagi, því eins og ég sagði þá er það bæði möst og ódýrt. Sem er fyrir öllu! Mæli með fyrir alla förðunarsjúklinga. 

Nars Laguna Bronzerinn- Ég hálf skammast mín fyrir að hafa þennan með. Þetta var uppáhaldsbronzerinn minn fyrir alveg þremur árum eða svo, og það er alveg gott betur en ár síðan fór að sjást til botns (örugglega 2 ár). En þá hætti ég líka bara að nota það. Það fæst ekki á Íslandi og einhverra hluta tími ég alltaf að splæsa í allskonar hluti, en aldrei þetta. Mig sárvantar það aftur, tími ekki að klára það því þá á ég ekkert- en nota það þar af leiðandi aldrei, svo það er búið að vera ofan í skúffu í meira en ár í akkúrat þessu ástandi. Skömm! Mæli með fyrir illa bronzaða förðunarsjúklinga. 

Síðast en ekki síst er elsku Bourjois súkkulaði bronzerinn í nr. 51. Þessi tók við af Nars Laguna þegar nískan gagnvart honum heltók mig. Hef notað þessa elsku daglega í fleiri fleiri mánuði og hann hefur sannarlega gefið. Mæli með fyrir alla bronze-glaða og súkkulaðisjúka förðunarsjúklinga. 

Svona eftir á að hyggja fattaði ég að ég gleymti alveg að fara yfir kinnalita-skúffuna mína. Og því urðu nokkrar vörur útundan. Þar að auki er ég tiltölulega nýbúin að fara yfir allt og henda og gefa því sem ég ekki nota, þar var eflaust fullt af hálftómum dósum sem hefðu vel átt heima hér- en fengu frelsi áður en mér tókst að prumpa þessari færslu út úr mér. 

Katrín María
(p.s. maður má segja prumpa í bloggfærslu þegar maður er fín dama)1 ummæli :

  1. Elska að komast til botns bloggpósta;)
    -Alexandra

    SvaraEyða