Andlit helgarinnar| Föstudagur&Laugardagur

Nú er önnur helgi liðin með tilheyrandi tilraunastarfsemi.
Á föstudaginn greip mig allt í einu mikil þörf fyrir að prófa regnboga eyeliner. Svo ég gerði það. Á laugardeginum var svo haldið í eurovision partý, en ég hafði ekki alveg nægan tíma aflögu til að mála mig (já ég elska að hafa bara allan daginn, hah!) þannig ég skellti í eitthvað fljótlegt og basic. 

Föstudagur

Eyelinerinn lítur í sjálfu sér alveg vel út- en ég fílaði þetta lúkk ekki (samt er ég síður en svo hrædd við skæra liti). Veit ekki alveg hvað það var, en eitthvað var ekki alveg að gera sig- kanski var þetta of mikið af því góða. Litirnir töff engu að síður!
(Ég notaði hvítan augnskuggagrunn frá NYX undir litina, litirnir eru augnskuggar úr 120 lita BH Cosmetics palettu, 2nd edition).

Laugardagur
Hérna var ég svo að prufa silfraða og gunmetal- held jafnvel í fyrsta skipti á sjálfri mér. Ég geri stundum svona á aðra, en ekki mikið á mig. Enn og aftur var ég ekki alveg nógu ánægð með þessa förðun- litirnir í sjálfu sér fínir en ég held ég hafi bara verið að drífa mig of mikið. Ég þarf að slaka á fullkomnunaráráttunni samt...
----

Þetta var svona "slæm förðunarhelgir" svolítið eins og "bad hair day", nema bara ekki. Eða kanski er ég bara í ruglinu!

Hér er venjuleg mynd af mér þar sem myndavélin var á "auto" en ekki beautystillingu- fyrir þá sem eru búnir að vera að velta fyrir sér hvernig húðin á mér lítur út í alvörunni.

Litirnir í augnförðun sjást venjulega betur ef ég hef myndavélina á bjútýstillingunni (þessi regnbogaliner er reyndar undantekning)- þessvegna er ég alltaf með stillt á "beauty" og lít þ.a.l. út eins og postulínsdúkka- leiðinlegt side effect sem fylgir því að fá sem flottasta mynd af augnförðuninni. Ég er ekki að segja að það sé einhver bilaður munur- en postulínsmyndirnar eru svolítið augljóslega of mikið af því góða hahah...


Katrín María2 ummæli :

  1. er það eitthvað app sem þú stillir á beauty stillingu ?:)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Nei, þetta er bara on/off stilling á myndavélinni :)

      Eyða