Þrjú andlit helgarinnar| Föstudagur, Laugardagur & Sunnudagur

Ég var í miklu förðunarstuði um helgina. Stundum dett ég í svona gír þar sem mig langar að prófa allskonar og á í mestu erfiðleikum með að velja mér augnförðun.

Föstudagur
Ég hugsaði með mér á föstudaginn að það væri orðið vel tímabært að leika sér aðeins með grænan augnskugga. Einhverra hluta vegna hef ég haldið mig frá þeim í gegnum tíðina, sannfærð um að þeir færu mér ekki. En svo kom þetta bara svona líka ágætlega út! Þessi græni litur er ofsalega fallegur og er frá Inglot. 

Laugardagur
Ég hef alltaf verið svolítið meira fyrir rauðu tónana, kanski af því það fer grænum augum venjulega vel. Á laugardaginn lék ég mér því með rauða og appelsínugula augnskugga frá Inglot. Ég er búin að vera í einhverjum Inglot fíling undanfarið. 

Sunnudagur
Á sunnudeginum tónaði ég mig aðeins niður og fór í jarðlitina, með svolitum shimmer. Þarna er í aðalhlutverki augnskuggagrunnurinn frá Stila í litnum Kitten. Restin af augnskuggunum er svo að mestu leyti Inglot, en MAC laumast þarna líka með. Mér finnst nú skemmtilegra að leika mér að litunum, en ég var á hraðferð þennan sunnudaginn og þá er svo gott að grípa í jarðlitina. 

-----

Það var algjörlega óviljandi að ég notaði mestmegnis Inglot augnskugga um helgina, ég áttaði mig ekki á því fyrr en bara núna þegar ég tók bloggið saman. Ég á bara svo mikið af Inglot augnskuggum og hef ekkert verið að nota þá, þannig ég hef gripið mikið í þá undanfarið til að prófa og er hæstánægð með þá! 

Hvað af þessum þremur lúkkum er ykkar uppáhald? Grænt, rautt eða jarðlita?Engin ummæli :

Skrifa ummæli