Power Combo dagsins| RT fine liner brush+Maybelline Gel Liner

Datt í hug að gera svona Power Combo blogg.
Svo alltaf þegar mér dettur eitthvað mega Power Combo í hug, get ég skellt því í færslu!

Er nefnilega með mega Power Combo í notkun þessa dagana:

Real Techniques Fine Liner burstinn


Maybelline Lasting Drama gel eyeliner í blackest black

---
Þetta kombó er að gera það gott þessa dagana! Real Techniques burstinn er svo ótrúlega mjór og meðfærilegur að það er draumur að nota hann í gel eyeliner. Svo er formúlan í maybelline eyelinernum svo mjúk og þægileg að með þessu tvennu er maður ótrúlega snöggur að fá fullkomna eyeliner línu.
Burstinn er líka svo mjór að það er auðveld að ná fallegum vængjuðum eyeliner ("kisu-eyeliner").

Ég er allavega búin að prófa marga bursta og gel eyelinera í gegnum tíðina. Í augnablikinu er þetta Power Combóið mitt fyrir day-to-day förðun!

Real Technques burstarnir fást t.d. í Makeup Gallerý á Glerártorgi á Akureyri.
Maybelline vörur fást t.d. í Hagkaup.Ef þið viljið grjóthart sumar-partý-ræktar lag þá mæli ég með þessu.
Mögulega ekki allra tebolli samt haha!

Katrín María6 ummæli :

 1. Þvílík snilld að ég eigi þetta combo en hafi aldrei látið reyna á þetta! Ég prufa þetta asap!! :) En hvernig er það, þrífuru burstann eftir hvert skipti í notkun?

  Kveðja, Halla Björg

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já verður að prufa! :)
   En já, ef maður þrífur hann ekki er hann venjulega grjótharður næsta þegar maður notar hann. Stundum læt ég duga að þurka bara aðeins af honum í bómul, en ef mér finnst hann eitthvað of þurr eða stífur þá dýfi ég honum bara örsnöggt í augnfarðahreinsi og þurrka svo af honum í bómul, verður eins og nýr :D

   En ég mæli með að setja slatta af eyeliner á burstann og rúlla honum svo á hendinni og móta burstann þannig hann sé fullkomlega sléttur og mjór- þá hitnar líka eyelinerinn aðeins og verður ennþá mýkri auðveldari í notkun :D

   Eyða
 2. Ég er einmitt að nota RT sílikon burstann með þessum eyeliner, mér finnst hann eiginlega mun betri og þægilegri en þessi bursti. Ég elska þennann sílikon bursta í eyeliner, ég er náttla með 10 þumalputta þegar kemur að eyeliner, en það virðist ganga mun betur með sílikondótinu.
  Ég alveg stækka up 10 cm við hvert skipti sem ég set eyeliner með honum því sjálfstraustð eykst svo við að þetta er loksins farið að heppnast.
  Ég legg þó ekki í svona wing dæmi ennþá, ætla að njóta þess að geta orðið gert venjulega eyeliner línu aðeins lengur áður en ég færi mig upp á skaptið

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já ég skil þig! Þetta kemur allt með æfingunni en maður getur líka orðið alveg bilaður á að reyna við þetta. Sumir dagar eru bara verri eyeliner-dagar en aðrir!
   Ég þarf nauðsynlega að prófa þennan sílíkonbursta!

   Eyða
 3. Hæ,
  ég var finna þig, er aðallega að skoða erlend blogg :)
  Ég skrollaði yfir og þetta er fyrsta færslan sem ég rak augun í en þetta er akkurat það sem ég er að fara að kaupa mér á Tax Free um helgina :) Svo margir youtubearar eru að tala um þennan eyeliner svo ég verð að fá mér hann!
  Ég er soldið skotin í þeirri hugmynd að fá mér silikon burstann frá RT með þessu, kannski þarf ekki að þrífa hann alltaf eftir notkun fyrir letingja eins og mig haha
  Gangi þér vel og ég hlakka til að fylgjast með þér :D
  kv

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk æðislega fyrir innlitið! :)
   Ég er einmitt orðin mjög spennt að prófa sílíkon burstann, bara til að sjá hvernig hann virkar. Heyrði samt að maður þyrfti að dýfa honum töluvert oft í eyelinerinn til að ná í heila eyeliner línu- en það er náttúrulega þess virði ef hann er þægilegur í notkun! :D

   Takk enn og aftur og vertu velkomin hvenær sem er! :)

   Eyða