Nýtt frá Dior| Fluid Stick & Hydra Life Close-Up


Ég fór á Dior námskeið um daginn þar sem ég lærði ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt um hinar ýmsu vörur, en kynntist einnig þessum tveimur vörum (sem fást t.d. í Make Up Gallerý á Glerártorgi, Akureyri. Það er Dior kynning þar 2.- 3. maí og þar getið þið m.a. kynnst nýju fljótandi varalitunum betur ;) #shamelessvinnustaðaplug 

Dior Hydra Life Close-Up og Dior Addict Fluid Stick í 754 Pandore. 
---
Hydra Life Close-Up
Er rakakrem sem hjálpar til við að fela svitaholur húðarinnar og í raun aðrar misfellur. Mælt er með því að nota kremið kvölds og morgna í staðinn fyrir venjulega rakakremið þitt. En mér finnst skemmtilegast að nota þetta á svipaðan hátt og primer, því þegar maður setur þetta krem á húðina blörrast hún strax mjög mikið, virðist sléttari og svo lítur farði margfalt betur út ofan á þessu kremu en venjulegu rakakremi. Kremið fer strax inn í húðina, og skilur eftir silkimjúka, ljómandi en matta áferð. Held að þetta sé stórkostlegt fyrir feita húð, því það mattar svo fallega. Fyrir þurra húð eins og mína finnst mér samt best að halda mig við mitt venjulega rakakrem og nota þetta svo þegar ég vill vera extra flawless! Ég nota þetta samt nánast undantekningalaust undir farða á daginn, en það er fallegt eitt og sér líka. 


Dior Addict Fluid Stick
Ég er búin að vera mjög spennt fyrir þessum "varalita hybrid", þetta er semsagt pigmentið sem þú fengir úr varalit, glansinn sem þú fengir úr glossi og svo er notað vatn í staðinn fyrir vax, svo að þetta er extra mjúkt og létt á vörunum. Einskonar lip laquer eins og hefur verið vinsælt upp á síðkastið.
Það sem greip mig fyrst voru umbúðirnar (enda sucker fyrir sætum umbúðum), þetta lítur út eins og varalitur, þar til þú dregur lítinn sætan "bursta" upp úr glasinu. 


Pandore er svona appelsínurauður litur, ótrúlega sumarlegur og ég hlakka mikið til að kynna mér fleiri liti í sumar. Ótrúlega þægilegt í notkun og ég er að fíla "freshness-ið" sem fylgir þessum háglans, finnst það örlítið sumarlegra en möttu litirnir (þó ég elski þá líka). 

Og hér er liturinn á vörunum mínum. Fer vel á vörum og kinnum ;)


Ég fékk þessar fallegu vörur að gjöf á námskeiðinu, en það var bara fyrir mig til að prófa (og ég var aldrei beðin um að tala um þær á blogginu, enda held ég að sú sem gaf mér vörurnar hafi ekki nokkra hugmynd um að ég sé bloggari). Mig langar bara svo að sýna ykkur, og þá ekki bara því ég veit þið hafið flest gaman af svona "nýjar vörur" bloggum, heldur líka því ég er sjúklega ánægð með þessar vörur.
Ég lofa að lofsama aldrei neitt sem ég hef ekki gaman af eða líkar illa við :)

Katrín María
Glimmer og Gleði 


Engin ummæli :

Skrifa ummæli