Nýtt dót og glæpir í andlitshreinsun!

Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá er ekki með alveg hreina sakaskrá þegar kemur að andlitshreinsun. 

Jú ég þríf að sjálfsögðu af mér málninguna á hverju kvöldi, alltaf, annars get ég ekki sofnað! Ég nota makeup hreinsiklúta til að taka farðan og augnmálninguna, en þríf andlitið ekki eftir á, sem er mjög slæmt fyrir húðina því maður nær sko ekki næstum því allri drullunni af með einhverjum hreinsiklútum. Ég geri þetta líklega vegna þess að ég kemst upp með það. Húðin mín er frekar góð og það er eiginlega alveg sama hvernig hreinsirútínan mín er, það hefur venjulega engin áhrif. Það eina sem hefur sjáanleg slæm áhrif á húðina mína er óhollur matur og þá sælgæti númer 1, 2 og 3 þannig að ef ég held því í lágmarki er ég góð. Mig langar samt að fara að hugsa betur um húðina mína (sérstaklega svona upp á framtíðina). Ég er mjög spennt fyrir Bodyshop vörunum, en það sem mig bráðvantaði fyrst og fremst var góður og ódýr andlitsskrúbbur, svo ég skellti mér á einn slíkan. Ég ætla að safna örlitlum meiri pening (eða bíða eftir námsláninu hehö) áður en ég fer og kaupi aðrar andlitshreinsivörur, en skrúbburinn var nauðsynleg byrjun fyrir mig. 

Ég keypti Bodyshop Seaweed Pore-Cleansing skrúbb fyrir blandaða til feita húð (sem ég er ekki með) en mig vantaði bara eitthvað til að djúphreinsa á mér húðina og ná allri drullu í burtu. Ég nota hann bara sjaldnar í staðinn (1-2 í mánuði), svo ég þurrki ekki upp á mér húðina. 

Svo keypti ég svona lítinn sætan skrúbbsvamp, sem verður góður til að nota þegar ég eignast "daglegan" andlitshreinsi, þá get ég bara poppað honum á svampinn og verið viss um að þrífa húðina frábærlega!So far so good! Hef bara prufað Seaweed skrúbbinn einu sinni, en vaknaði daginn eftir með barnarassamjúka húð! Hlakka til að prufa meira af hreinsivörunum frá Bodyshop og segja ykkur svo frá þeim! 


Katrín María1 ummæli :

  1. Ég nota hreinsilínu frá nib+fab, bæði andlitssápu og skrúbb og þær eru à góðu verði líka. Elska þessar vörur og þá sérstaklega vegna verðsins

    SvaraEyða