Vinsælustu færslurnar á Glimmer&Gleði frá upphafi!

Var að kíkja á gamlar færslur mér til gamans (mest samt af því ég á að vera að læra fyrir próf) og fór í leiðinni að skoða hvaða færslur hafa verið vinsælastar á Glimmer&Gleði frá upphafi.
Ákvað að deila því með ykkur, það er oft mjótt á mununum en mig langaði að sýna ykkur hvaða 5 færslur hafa verið mest lesnar (og halda áfram að vera mikið lesnar) frá því ég stofnaði bloggið 2011.
Vinsælasta efst og svo tel ég niður (smellið á myndirnar til að fara inn í færsluna) :)

1. BB Krem- Lioele Triple The Solution
Þessi færsla er langmest lesin, en hún er um upprunalegu og asísku BB kremin, hvað þau gera og hvernig þau urðu til- en við þekkjum flest vestrænar týpur af BB kremum sem eru nú gefin út af öllum þekktum snyrtivöruframleiðendum :) Elska líka babyface myndirnar af mér sem fylgja með.

2. Twofaced Hauskúpa| Myndband!
Fyrir Halloween 2013 gerði ég myndband, þar sem ég málaði hluta af andlitinu á mér sem hauskúpu en hafði restina bara svona skvísumálaða. Þetta er næstvinsælasta færslan þó hún sé búin að vera uppi í margfalt styttri tíma en BB krem færslan. Árið 2012 málaði ég allt andlitið á mér sem hauskúpu en myndir af því má finna hér. Ég gerði líka Halloween myndband þá (í ömurlegum gæðum) af creepy dúkku, sjá hér. 

3. Sumarförðun!
Þriðja vinsælasta færslan er einfaldlega "andlit dagsins" þegar ég prufaði að skella í sumarförðu, með fallegum litum. 

4. Orðið sem ekki má segja| Meistaramánuður
Í október skrifaði ég færslu um meistaramánuð, enda fátt annað á milli tannanna á fólki í október ár hvert en meistaramánuður og hversu frábær/hræðilegur hann er. Þessi færsla var og er ofsalega mikið lesin, hún er nýjust af öllum vinsælustu færslunum- sem þýðir að hún hefur enn möguleika á að slá hinar út. 

5. Valentínusarrúlletta
Ég tók upp á því á síðasta ári að gera svona rúllettublogg, inspreruð af Lauren Luke á Youtube. Þar sem ég dreg af handahófi fimm augnskuggaliti og þarf að búa til lúkk úr þeim- gerði nokkrum sinnum svoleiðis sem er ofaslega gaman en getur líka verið fáránlega krefjandi! Veit ekki alveg afhverju þetta rúllettublogg er eitthvað vinsælla en önnur, myndin í því er ekkert spes og lúkkið ekki heldur, en það trónir þó í fimmta sæti á vinsældarlistanum!


Vona að þið hafið haft gaman af að rifja upp eldri færslur með mér, einnig hefur undanfarið bæst í lesendahópinn og þá er tilvalið að benda á gamalt og gott sem virðist hafa vakið lukku.
Takk öll fyrir áframhaldandi áhuga og stuðning! :)

Katrín María
4 ummæli :

 1. Notarðu ennþá Lioele Triple The Solution? :) Ég nota það alltaf nefnilega og fíla í botn!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu mitt kláraðist seinasta sumar og ég hef ekki enn komið mér í að kaupa nýtt því ég á svo mikið af meiki sem ég er að reyna að klára!
   En Lioele er kláralega ennþá uppáhalds, sakna þess svo mikið- náði einmitt að kreista nokkra dropa úr því gamla um daginn og þá mundi ég all over again afhverju ég var svona sjúk í það.
   Held ég myndi ennþá velja það fram yfir flestöll meik og þarf að fara að splæsa í eitt stykki til að eiga (því flestir sem ég farða eru líka sjúkir í það og það fer svo mörgumvel!)

   Eyða
 2. Hæ :) Hefur þú eitthvað verslað af Ulta? Eða hefuru heyrt um einhverjar sem gera það?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu nei, ég hef ekki verslað þar af því þau senda ekki til Íslands :)
   Hef enn ekki tímt að nota síður eins og shopUSA því það er svo fáránlega mikil álagning, vona bara að ég fari að komast út til bandaríkjanna svo ég geti bara verslað í búðinni sjálfri! haha :)

   Eyða