Uppáhalds| Mars 2014

Ónei. Enn einn mánuður horfinn. 
Ég er svo viðbjóðslega spennt fyrir sumrinu að það nær engri átt, ég held þetta sumar verði ljúfara en ilmandi nýr pakki af snyrtivörum í pósthólfinu (þó þeir verði eflaust nokkrir líka). 

Þennan mánuðinn fór ég að grípa í ýmis gömul gull og nokkur þeirra rötuðu í uppáhalds. Elska þegar maður gleymir svona uppáhalds hlutum og uppgötvar þá aftur- næstum eins og að eignast nýtt dót. Sumt er þó líka nýlegt.

~~~
Naked 3
Þessi þarf auðvitað að vera með. Er búin að nota hana að einhverju leyti í hvert einasta skipti sem ég mála mig síðan ég fékk hana! Mjög ánægð með þessi kaup, litirnir henta grænu augunum mínum vel og bleiku tónarnir eru eitthvað sem ég hef alltaf verið veik fyrir. 

Soleil Tan De Chanel 
Gamli góði kökubronzerinn! Fór að grípa oftar í þessa elsku, svo ótrúlega fallegt lokalúkkið sem kemur- náttúrulegt en ótrúlega frísklegt. Frábært fyrir svona day-to-day förðun, því þetta er svo náttúrulegt eitthvað. 

Sensai Translucent Loose púðrið
 Elska þetta þegar ég vill bara létt makeup lúkk. Set þetta yfir allt andlitið, yfir fljótandi farða. Enginn litur í þessu, en samt einhverskonar ljómi, þannig maður virkar eitthvað svo náttúrulegur og frísklegur (skynjið þið þema hérna?) haha... er öll í neutral freshness þessa dagana greinilega! Fínt púður sem situr fallega á húðinni. 

Enchanted Wonderstruck ilmvatnið
Flestir sem hafa fylgst lengi með á Glimmer og Gleði vita að ég var (og er) sjúk í fyrra Wonderstruck ilmvatnið frá Taylor Swoft, það er eiginlega enn þann dag í dag allra uppáhalds- en er í smá pásu (það er alveg að klárast og ég tími ekki með nokkru móti að klára það!). Ég fékk þetta númer 2 í jólagjöf, hafði lengi langað í það og það er svona líka ljómandi gott. Hef notað það mest af öllum ilmunum mínum í mars.
(P.s. hafið þið áhuga á að sjá "perfume collection" færslu? Ég á ekki mörg, en ég hef gaman af svoleiðis færslum, svo endilega látið mig vita ef þið hafið áhuga).

Rose D'Oro frá Milani
Þessi kinnalitur er farinn að færast aftur á uppáhaldslistann með hækkandi sól. Hann er frekar rauðue með svona gullæðum um sig allan, svo hann gefur manni frísklegan lit ásamt því að veita fallegan gylltan ljóma- sjúklega fallegur í sólinni. 

Estée Lauder Deluxe All-Over Face Compact
Liturinn neðst í hægra horninu, þessi dökkbleiki, hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann heitir Pink Kiss og er númer 02 í Pure Color Blush línunni. Hann passar akkúrat inn í "frískleika-þemað" mitt. 

NYX Matte Bronzer
Þessi bronzer er rosalega dökkur, þannig hann er fullkominn til að skyggja og ég hef verið að nota hann meira og meira í það. Hann er 100% mattur, sem mér finnst möst og er fáránlega "pigment-aður" svo það er auðvelt að blanda hann fallega inn í húðina. 

e.l.f. HD Undereye Setting Púðrið
Þið vitið að ég elska HD púðrið frá e.l.f. í stóru dollunni, það hefur verið mitt uppáhald í fjölda ára. Ég hinsvegar kláraði allar dollurnar mínar fyrir löngu og fór í staðinn bara að nota Sensai púðrið. Fann svo þessa litlu sætu dollu (sem er basically það sama, nema með smá glimmerögnum) og jiiiminn eini... ég þarf að fjárfesta aftur í stóru dollunni ASAP. Þetta er allra besta púður til að "setja" hyljarann undir augunum, í öllum heiminum! Aldrei aftur mun ég gleyma þessu gulli!

Rimmel Scandaleyes Waterproof Kohl Eyeliner í Nude
Elska þennan blýant á neðri vantslínuna eftir andvökunætur. Algjört möst til að láta mann líta út fyrir að vera aðeins meira vakandi en maður raunverulegar er. Fátt þreytulegra en eldrauður augnhvarmar. Elska þenna lit því hann er húðlitaður en ekki alveg stingandi hvítur- aðeins náttúrulegri. 
----

Jæja gleðilegan Apríl- megið þið ganga í gegnum hann með frískleikan í fyrirrúmi. 

 Katrín María
2 ummæli :

  1. Já ég hef áhuga á ilmvatns bloggi, alltaf gaman að rekast á ný spennandi ilmvötn :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Snilld :) Takk fyrir að kíkja! :D

      Eyða