Fyrir&Eftir| Elísabet Ósk| Everyday Makeup

Mér finnst alltaf svo gaman að sjá myndir af fólki án farða og svo með farða, hvort sem það er ýkt förðun eða bara náttúruleg.
Þegar ég man og má (sem er kanski stærsta atriðið) taka myndir af fólki áður en ég farða það, þá kanski skelli ég þeim í blogg bara svona til gamans ef einhver skyldi hafa jafn gaman af slíku og ég. Þ.e.a.s. ef ég fæ leyfi frá viðkomandi. 

Byrjum bara á Elísabetu Ósk. Hún er mín óskylda litla systir, svo ég get auðveldlega sannfært hana um að leyfa mér að skella henni á bloggið mitt með sannfæringarkrafti eldri vitringsins. 
Það þarf nú ekki mikið annað en brosið blítt til að lífga þetta litla andlit við :) Bara mjög létt förðun, rétt til að jafna húðlitinn og fá örlitla skerpu kringum augun. Myndirnar eru frekar lélegar, svo munurinn virðist kanski ekki mikill- en ég er að vinna í mjög góðri fyrir/eftir færslu ef ég get sett smá meira fútt í sannfæringakraftinn. Ef það tekst- þá sjáið þið nýtt svona blogg innan tíðar! 

Verður líka gaman að geta póstað myndum með dramatískari loka lúkki. Vonandi að ég nái að sannfæra einhver fleiri fögur fés til að pósa fyrir&eftir.

Katrín MaríaEngin ummæli :

Skrifa ummæli