F.O.T.D| Andlit dagsins

Ákvað að skella hér inn andliti dagsins 27.03.14

Það er orðið ansi sjaldan sem ég mála mig þessa dagana. Að vera á seinustu önn í háskóla er ekkert grín. En þegar ég sest niður við snyrtiborðið og gef mér tíma til að dunda mér aðeins verð ég mjög hamingjusöm. Möst að taka pásur.

Er búin að vera sjúk í hlýja brúna liti með mjög "subtle" appelsínugulum/rauðum undirtónum, kanski er það vorfílíngur, kanski er það bara ég...

Vert að taka fram að ég lít ekki út eins og postulínsdúkka í alvörunni. 


Andlit
Rimmel Match Perfection farði
Sensai Translucent Loose púður
E.L.F. HD púður
MAC pro longwear hyljari (NW15)
Estée Lauder kinnalitur í Pink Kiss
Stila shimmer duo (highlighter)
Borjouis súkkulaðibronzerinn

Augu
Stranger úr Naked 3 sem highlight (augnkrókar og undir augabrúnir)
Motif frá MAC yfir allt augnlok
Soft Brown frá MAC sem blöndunarlitur í glóbuslínu
Brown Script frá MAC til að dýpka glóbuslínu
Espresso úr Lorac Pro palette til að dýpka ytra "vaff"

I like it alot.

Katrín María Gísladóttir
1 ummæli :