Boyfriend Does My Makeup-ish

Eftir að hafa horft á fjöldann allann af myndböndum á Youtube af strákum að mála kærusturnar sínar var ég farin að verða gífurlega forvitin um hvernig minn kall myndi standa sig í slíkri þraut.
Þar af leiðandi hef ég eytt vikum, ef ekki mánuðum, í að sannfæra hann um að prófa- en fyrir honum er þetta svolítið eins og ef hann myndi senda mig í vinnuna sína að sjóða saman stál.

Hann reyndar féllst á þetta að lokum, en það var ekki fræðilegur möguleiki að fá að taka það upp á myndband, svo að mynd verður að duga í bili. Ég ákvað einnig að breyta þessu í challenge fyrir mig, þ.e. ég leyfi honum að mála mig og svo þurfti ég að reyna að gera lúkkið þannig að ég myndi fara svoleiðis út úr húsi við eitthvað tækifæri.

Og vá. Ég hafði aðeins of mikla trú á mér, þegar svartur er með í spilinu þá er eiginlega fátt sem bjargar manni. En ég gerði allavega heiðarlega tilraun! 

Fyrri myndin er s.s. það sem hann gerði. Og eina leiðin fyrir mig út úr þessu var einhverskonar Halloween/disney masquerade gríma. Eftir á að hyggja held ég að þetta hafi eiginlega verið skárra hjá honum bara. Minnir mig svolítið á Malificent haha!

Markmiðið hjá honum var svona djamm/smokey, svo þegar hann var búin að setja svartan reyndi hann allt sem hann gat til að blanda hann út- en endaði þess í stað alla leið uppi í augabrúnum. Verð samt að gefa honum props fyrir andlitið sjálft, þ.e. meik o.þ.h. það er eiginlega nokkuð ásættanlegt.

Katrín María2 ummæli :