Barbiebleik augnförðun!

Seinustu Laugardagsnótt var ég aldrei slíku vant bara heima í rólegheitunum- og þar að auki ein, sem vill oft leiða til tilrauna við snyrtiborðið. 

Fyrr um kvöldið hafði ég verið að horfa á youtube myndbönd (eins og öll önnur kvöld, alltaf) og þar á meðal á stórsnillingin Tyme The Infamous, sem er hörkuklár og skemmtilegur förðunarfræðingur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki síst vegna þess að hún fer all out í förðun og er algjörlega óhrædd við mikið af litum og glimmeri (sem ég elska!). 

Í einu af myndböndunum sem ég horfði á notaði hún skærbleikan augnskugga og enga dekkri liti en það í skyggingu sem var mjög svalt. Það er ekkert mál að láta liti koma vel út ef maður smókar þá út og hendir smá svörtum með eða hefur þá í aukahlutverki, en það er annað mál að hafa einungis skærbleikan í aðalhlutverki og láta það ganga upp. 

Ef einhver nær að púlla skæra liti, þá er það Tyme, þannig ég varð mjög forvitin að vita hvort ég gæti gert lúkk með skærbleikri glóbuslínu og látið það líta vel út- án þess að dýpka það með svörtum eða öðrum dökkum litum. 

Ég er alveg nokkuð sátt við útkomuna... þetta er klárlega engin "chill í skólanum" förðun, en mér finnst þetta alveg semí ganga upp. Þ.e. ég gæti alveg hugsað mér að fara svona út úr húsi, þó það væri ekki á hverjum degi kanski (sem er svona standardinn sem ég set á makeup lúkk haha). 

NYX White eyeshadow base ásamt hvítum augnskugga yfir allt augnlok.
Skærbleikur BHcosmetics augnskuggi í glóbuslínu og vel upp á við.
Örlítið af dökkfjólubleikum til að blanda hvíta og bleika litinn saman. 

Og svo tvær myndir með lélegu front-facing myndavélinni :)

Fáránlega einfalt lúkk- en líklega fín lína á milli þess að vera "wearable" yfir í að vera "terrible" (hehöfyndinégmeðorðaleiki). 

Hvað finnst ykkur YAY or NAY?

Katrín María 4 ummæli :

 1. Ég elska Tyme, hún er svo fab. Mér finnst þetta yay, bleikur er inn.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk takk! Og já hún er meiriháttar!

   Eyða
 2. Geggjað! Ég er sjúk í bleikt þessa dagana, þarf að skella mér á BH pallettu, hélt að það væru ekki svona pigmentaðir litir, en eru það greinilega! :)
  P.s. ein vandró spurning - ertu bara með svona fáránlega fína húð náttúrulega eða notarðu einhverja töfra-aðferð við að setja á þig meik? hahah..

  SvaraEyða
  Svör
  1. Oh ég elska BH paletturnar! Þær eru geggjaðar, og ekkert smá pigmentaðar. Ég reyndar nota líka white eyeshadow base frá NYX undir (sama og Jumbo eyepencil í hvítu) sem hjálpar ennþá meira til.

   Og haha það er ekki nema von þú spurjir! Ég myndi segja að ég væri með góða húð, en ekki svona góða! Þetta er einhver "beauty" stilling á myndavélinni í símanum mínum og sú stilling er sú eina sem kemst nálægt því að sýna rétta liti á augnförðuninni minni, þannig ég hef verið að nota hana svona nokkur síðustu blogg til að prufa. Viðurkenni að mér finnst stórlega vandræðalegt hversu mikið ég líkist postulínsdúkku á myndunum, ég þarf kanski að fara færa mig aftur í gömlu góðu canon vélina bara, þó örlítið af litunum fari þá forgörðum haha :D

   Rauða lúkkið í þessari færslu er t.d. tekið með venjulegri myndavél: http://glimmeroggledi.blogspot.com/2014/02/forun-nyjar-snyrtivorur-random.html

   Og þetta lúkk: http://glimmeroggledi.blogspot.com/2013/08/andlit-dagsins-040713.html

   Þannig húðin á mér er nokkurnvegin eins og í ofantöldum færslum, allavega ekki alveg eins fín og á myndunum í þessari færslu :)

   Eyða