Uppáhalds| Febrúar 2014

Er ekki alveg tímabært að skella í uppáhalds blogg? 
Þetta meik er nýlegt í safninu hjá mér. Mjög léttur og þægilegur farði, auðvelt að blanda og hann lítur vel út á húðinni þannig ég hef verið mjög ánægð með hann. Meikið er í ódýrari kantinum, en samt bregst húðin mín vel við því sem er nokkuð óvenjulegt þegar ódýrari meik eru annars vegar. 


Hinn fínasti primer, mér finnst hann breyta helling, þá aðallega í því hversu auðvelt er að blanda út vörur sem maður setjur ofan á hann, eins og fljótandi farða. Hann hjálpar klárlega við að gera húðina sléttari og betri- sem er alltaf jákvætt þegar maður ætlar að setja á sig meik. Því betri sem striginn er, því betra er lokalúkkið. 


Clinique er það sem þú ættir að velja ef þú ert með viðkvæma húð/augu o.þ.h. Þessi augnfarðahreinsir er klárlega í uppáhaldi, hann er tvískiptu (með olíu) þannig farðinn bókstaflega flýgur af. En á sama tíma er hann mjög mildur og mann svíður ekki í augun af honum (en það gerist stundum hjá mér með ódýrari eða sterkari augnfarðahreinsi).


Makeup Geek varaliturinn í Innocent er svona perfect nude- hint af bleiku í honum þannig maður er ekki alveg varalaus, en þó hinn fullkomni nude litur við t.d. ýktari augnförðun eins og smokey og þess háttar. Er búin að nota hann rosalega mikið undanfarið, fýla formúluna í varalitunum frá Makeup Geek líka í botn, mjúkir en samt ekki svona "leka-til-og-fara-út-um-allt". 


Þetta highlighter duo í Kitten er nú búið að vera í uppáhaldi hjá mér í ansi langan tíma. Fæ ekki nóg af því og mæli með því við hverja einustu manneskju sem hefur áhuga highligterum og glowy förðun. Algjörlega dagleg notkun á þessu heimili.


Mig hefur lengi langað að prófa EOS varasalvana, kanski fyrst og fremst þar sem þeir eru svo afskaplega krúttlegir í litlu eggjaumbúðunum sínum. Ég fékk einn slíkann í jólagjöf, og verandi varasalvasjúklingur sem er búin að prófa allt allt allt, finnst mér ég hafa ágætis umboð til þess að segja að EOS sé toppvarasalvi. Hann er allavega gríðarlega góður, endis vel á vörunum, LOSAR mann við varaþurrk og ilmar svo eins og eitthvað úr paradís (getur valið allskonar týpur). Nú langar mig í alla.


Ég fékk svartan gel eyeliner frá Inglot nr. 77 í jólagjöf og VÁ! Ég hef aldrei séð annað eins, þó ég hafi prófað nokkra gel eyelinera í gegnum tíðina. Hann er það svartasta af öllu svörtu og svo fer hann ekki fet. Það þarf þvílíkt og annað að ganga á ef hann á að renna til að nuddast af. Ef þú vilt eyeliner sem fer ekki neitt, endist örugglega í marga daga ef hann er ekki þveginn og er kolsvartur, þá mæli ég með þessum. Hann er algjörlega meiriháttar!!


Ég hef verið að nota Brow gelcream frá Mac undanfarið á augabrúnirnar í litnum Dirty Blonde og vá hvað þetta er þægilegt! Maður er enga stund að skella þessu á augabrúnirnar, þetta kemur mjög fallega út og heldur hárunum á sínum stað. Liturinn er mögulega örlítið of ljós fyrir mig, en ég er bara svo ánægð með þessa vöru að ég get ekki sleppt því að nota hana. Þannig þegar ég fer út á kvöldin og er með ýktari förðun nota ég ennþá e.l.f. eyebrow kitið mitt, en dags-daglega er þetta algjörlega málið. LOVE- þarf að skoða hvaða aðrir litir eru til í þess!


Chanel "krem" augnskygginn minn í Fantasme (81) er mesta snilld í heimi. Þetta er einskonar glitter "topcoat" sem er sjúklega flott að setja yfir hvaða augnförðun sem er. Alltaf þegar mér finnst vanta extra glamúr eða shine í förðunarlúkk smelli ég bara örlítið af þessu yfir og það verður strax miklu meira áberandi og fallegt. Glimmerið í þessu er líka eitthvað svo extra fínt að það kemur svona ofur fallegt sparkle, sem er geggjað!

Katrín María4 ummæli :

 1. Veistu hvar maður getur pantað Makeup Geek vörurnar? :) kv ella

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu já! Þú færð þær bara á www.makeupgeek.com :D

   Eyða
 2. Hvað kostar Inglot gel linerinn?:)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu nú er ég bara ekki alveg með það á hreinu því ég fékk hann í jólagjöf :)
   En Inglot vörurnar hafa verið á frekar viðráðanlegu verði þannig hann ætti allavega ekki að vera neitt rosalega dýr! (Ég vona ekki allavega) :)

   Eyða