Naked 3| Urban Decay

Seinasta fimmtudag var ég svo heppin að fá loksins Naked 3 augnskuggapalettuna í hendurnar, eftir nokkuð langa bið, mig langar að segja ykkur nokkra hluti um hana. Í fyrsta lagi er hún að sjálfsögðu stórlega ofmetin, eins og vill verða með "follow up" hype vörur. Palettan er mjög vinsæl bara fyrir að heita Naked og vera úr línu þeirra sívinsælu paletta sem Urban Decay gefur út.
Að því sögðu vissi ég samt alltaf að ég myndi kaupa mér hana, og ég get sagt það með nokkuð mikilli vissu að ég kaupi örugglega allar sem á eftir fylgja ef til þess kæmi (ég veit ég er sucker). Þetta er eitt af því sem ég hef gaman af að eiga og ég nota augnskugga gríðarlega mikið.


Palettan er klárlega fullmikið hit&miss miðað við hvað hún kostar. Sumir skuggarnir jaðra við að vera hreint út sagt slakir, á meðan aðrir eru 100% gæði eins og Urban Decay er jafnan þekkt fyrir.
Skuggarnir eru þó allir þannig að þá má vinna með- og það er svona helst það sem skiptir mig máli, mér er t.d. sama þó skuggar séu svolítið púðraðir- ef liturinn er fallegur og kemur vel út, þá er mér sama þó ég þurfi að leggja smá vinnu í að koma honum á, það er bara eitthvað sem maður venur sig á ef skuggarnir eru þess virði.
Það eru allavega þrír í þessari palettu sem þurfa smá extra love þegar maður setur þá á, en þeir eru klárlega þess virði og ég er ekki vön að setja slíkt fyrir mig.


Ég er ofsalega ánægð með palettuna, bleiku tónarnir henta grænu augunum mínum vel og þetta er fullkominn paletta fyrir íslensku bláu augun líka. Ég er núna búin að nota hana daglega síðan ég fékk hana, og varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég mæli með hana fyrir alla sem fýla bleiku tónana, það eru ofsalega fallegir mattir blöndunarlitir í henni og einnig mjög litsterkir og mjúkir dökkir litir.

Myndir af skuggunum (með ekki bestu myndavél í heimi):

Og svo er hér lúkk sem ég gerði í gær með palettunni:

Ég veit að ég lít út eins og postulínsdúkka, það var algjörlega óviljandi... 

Þarna er ég með:

Strange --> Innri augnkrókur
Buzz --> Yfir allt augnlok
Limit --> Blöndunarlitur
Nooner -->Til að dýpka ytra þriðjung augnanna
Factory --> Til að dýpka ytra vaffið enn frekar

Svo örlítið af Nooner og Factory á neðri augnháralínu


Ég er mjög sátt með hana, mæli algjörlega með henni fyrir Naked aðdáendur, hún er ekkert síðri en hinar- þó það sé líklega óhemjuskapur að eiga þær allar. Ég er rosalega mikið fyrir "mute-aða" bleika tóna þannig þessir skuggar hittu beint í mark hjá mér- held ég muni nota hana meira en hinar tvær.

Katrín María


9 ummæli :

 1. Langar svo að spyrja þig, hvar keyptir þú Lorac Pro palettuna þína? Mig langar svo í, en finn hana hvergi á síðum sem senda til Íslands og er eitthvað hrædd við að versla af Ebay ef þetta skyldi vera fölsuð vara.
  Annars elska ég bloggið þitt, gaman fyrir förðunarsjúka eins og mig að lesa! :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu ég var svo heppin fyrir ári að þáverandi mágkona mín keypti hana fyrir mig í Boston- ég er sammála það vantar alveg síður sem senda Lorac til Íslands (ég hef allavega enn ekki fundið neitt).
   Ég er búin að vera að leita því mig langar svo að prófa hinar paletturnar, og svo þarf ég alveg að fara að kaupa Lorac Pro aftur því ég nota hana svo sjúklega mikið.

   Ég myndi ekki taka sénsinn á ebay allavega, svo oft sem seljendurnir halda meira að segja sjálfir að þeir séu að selja authentic vöru, en svo er það gervi.

   Ég vona að þú náir að redda þér henni, hún er frábær!
   Takk fyrir að skoða og kommenta :)

   Eyða
 2. Ég keypti mína lorac pro palettu frá þessari
  http://www.ebay.com/itm/LORAC-Pro-Palette-16-Eyeshadows-Matte-Shimmer-Eye-Primer-BNIB-/281241897176?pt=US_Makeup_Eyes&hash=item417b52c8d8

  Ég bið hana oft um að sérpanta fyrir mig vörur sem hún gerir frá sephora eða öðrum verslunum. Ég veit hún er 100% traust. T.d. liðu margar vikur þangað til ég fékk 3 tarte kinnaliti útaf póstinum og það var liðinn meira en venjulega svo ég kvartaði til hennar og hún sendi kinnalitina strax aftur.. þannig að ég fékk síðan 2 pakka með nokkra daga millibili, en auðvitað sendi ég henni annan pakkann bara tilbaka (borgaði ekkert fyrir það). Það var fyrsta skiptið sem ég keypti af henni. Þannig að ég held áfram:)
  T.d. þegar það koma svona limited edition augnskuggapalettur eða einhverjar palettur þá hef ég samband við hana ef ég þekki engan sem er að fara út og getur keypt fyrir mig. Ég t.d. keypti frá henni seinast lorac pro to go og nars guy bourdin kinnalitapalettuna.

  En Katrín væriru til í að sýna hit pan myndir? Allar palettur og augnskugga og púður sem þú hefur hit pan on? haha ég eeelska svoleiðis myndir.. spes ég veit..

  SvaraEyða
  Svör
  1. Aji já þú varst einmitt búin að segja mér frá þessari um daginn, var búin að gleyma! Já kaupir hún það beint úr Sephora? Þá er það náttúrulega snilld!

   En í sambandi við hit pan myndir, ég hef einmitt sjúklega gaman af svoleiðis vídjóum/bloggum hahah! Man ég gerði einu sinni svoleiðis blogg hér, er ekki viss um að fólk hafi endilega skilið hvað ég var að gera haha :D
   En já ég er klárlega til í að gera svoleiðis! :)

   Eyða
  2. já hún kaupir beint af sephora eða búðum sem selja vörurnar:) Algjör snilld að hafa fundið hana hehe.

   En já endielga að gera svona blogg, hlakka til að skoða;) Mér líður alltaf eins og ég hef áorkað einhverju þegar ég "hit pan" hahaha
   svona er maður crazy

   Eyða
  3. Haha algjörlega! Það er eitthvað mjög satisfying við það að sjá glitta í botninn... ætli það tengist ekki að hluta til því að maður er búin að safna samviskubitinu yfir stanslausum óþarfa snyrtivörukaupum og svo loksins sér maður að maður er allavega að nota vörurnar vel!
   En svo á ég það til að hætta að nota vöruna ef hún er bara alveg að klárast: Elska að "hit pan" en mér er meinilla við að klára vörur alveg 100% hahah
   Já þetta er bilun!

   Eyða
 3. Víj takk fyrir þetta :) Ætla að kíkja á þessa búð á Ebay!

  SvaraEyða
 4. Hæhæ... les allaf bloggið þitt og finnst þú algert æði, eeeeen, mætti ekki tjilla aðeins á bjútí filternum ? Hann blörrar svo rosalega að oft sér maður ekki litina á augnskuggunum eins og þeir eru í alvörunni.

  SvaraEyða
  Svör
  1. "Hann blörrar svo rosalega að oft sér maður ekki litina á augnskuggunum eins og þeir eru í alvörunni."

   Ég sem nota "bjútýfilterinn" einmitt bara til þess að augnskuggalitirnir sjáist sem líkastir raunveruleikanum, og hef tekið það nokkrum sinnum fram :( Ég er nefnilega fullkomlega sammála því að hann geri myndirnar hræðilega creepy að öðru leiti.

   Ég get reyndar ekki "tjillað á filternum" því myndavélin er annaðhvort bara stillt á on eða off hvað þetta varðar, en ég hef ekki sett hann í blogg síðan 12.maí og ég skal halda áfram á þeirri braut. Takk fyrir innlitið og ástina og allt það! :)

   Eyða