Jaclyn Hill| + Inspired förðunarlúkk

Það er ekkert leyndarmál að ég er Youtube sjúk. Ég fylgist með öllu milli himins og jarðar, en hef langmest gaman af "Beauty-youtubers". Seinustu misseri er dama að nafni Jaclyn Hill í algjöru mega uppáhaldi.

Mér finnst hún svo sjúklega klár og skemmtileg, hún er alltaf flawless, með puttann á púlsinum varðandi það besta í snyrtivöruheiminum og gefur manni sjúklega mikið inspiration förðunarlega séð. Hún er líka smá klikkuð og hyper, og ég man að fyrst höndlaði ég ekki myndböndin hennar sökum þess hve ör hún var. Svo allt í einu varð ég bara sjúk í hana!

Go-to smokeyið hennar... hún er augljóslega pro!
Þessar myndir eru teknar af vefsíðunni hennar www.jaclynhillmakeup.com

Um daginn var ég einmitt inspreruð af þessu vídjói frá henni:


Einfalt og skemmtilegt koparlúkk, þar sem hún notar bara tvo liti.
Ég ákvað að prófa að gera eigin útgáfu af þessu lúkki, sem má sjá hér fyrir neðan.

Notaði ekki alveg sömu augnskugga og hún en náði engu að síður að fá ágætis útkomu. Það er náttúrulega snilld að geta bara blandað tveimur litum (gylltum og rauðbrúnum kopar) og skellt bara á augnlok, blandað smá upp á við og voilá! Tilbúið, sjúklega einföld og fljótleg förðun.
Ég þurfti reyndar að blanda eyelinernum mínum inn í þetta, en það er bara ég.
Tilvalið fyrir blá, íslensk augu!

Katrín María


Engin ummæli :

Skrifa ummæli