Förðun, nýjar snyrtivörur, random heimilisáhöld| O.fl.

Stundum tek ég myndir af makeup-inu mínu til að setja hér inn, en gleymi því svo.
Hér að neðan eru t.d. þau look sem ég hef sportað einhverntíman seinustu 1-2 vikurnar.
Í 80% tilfella gleymi ég samt að taka mynd af makeup-inu mínu. 

Hvað er flottast?

Rautt og rauðbrúnt í fyrirrúmi- hentar vel fyrir græn augu. 

Mjög basic golden brown smokey- alltaf klassík.

Mjög einfalt lúkk- ljós shimmerskuggi yfir allt augnlok og svo öööörlítill skuggi í ytra vaffið. 

~~~~~~~~
En að öðru!
Ég gerði skrítnustu kaup sem ég hef gert um ævina um daginn. Ég sá myndband með þessari vöru og eftir það varð ég alveg staðráðin í því að ég þyrfti hana í líf mitt.
Það var auðvitað mikill misskilningur, en þið vitið hvernig það er með þetta "as seen on TV" dót... það lokkar mann og tælir.

Ég lýg því þó ekki að þetta er nú svolítið skemmtilegt... Sérstaklega í fyrstu 2-3 skiptin. Heh.

~~~
Að lokum flyt ég gleðifréttir (fyrir mig). Ég náði loksins að panta mér Naked 3 palettuna frá Urban Decay! Þvílík gleði... nema hvað nú get ég ómögulega beðið.

Í millitíðinni bars mér þessi pakki frá yndislegri bloggvinkonu sem er dugleg að hóa í mig ef hana vantar að losna við dót úr safninu sínu. Ég er alltaf tilbúin að fá nánast ónotaðar eða nýjar snyrtivörur á kjaraverði- svo ég segi sjaldnast nei. Takk Sigrún!


Þrjár freedom system augnskuggapalettur frá Inglot, Nars Fairy's Kiss augnskuggapaletta, Nars augnskuggi í Blondie, Mac Skin Refined Zone Treatment, Mac lipglass, Mac fluidline í Blitz&Glitz og Mac paint pot í Quite Natural.
Getum við aðeins staldrað við og talað um hvað augnskuggarnir frá Inglot er sjúkir? Vá.. ég er ástfangin.
Nú á ég Inglot augnskuggapalettur, kinnalitapalettu, eyeliner og naglalakk og ég verð að segja eins og er... þetta er klárlega merkið til að hafa augun á næstu misseri. Þvílíkar snilldar vörur!


Katrín María


4 ummæli :

 1. Hæ, alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Hvar kaupir þú Ardell augnhár?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu ég keypti mín hér: http://www.cherryculture.com/cosmetics/makeup/eyes/false-eyelashes/348&brand=76

   Takk fyrir að kíkja :)

   Eyða
 2. Langaði að forvitnast hvort að þú pantir eitthvern tímann NYX? og þá hvar þú gerir það :) takk takk

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já ég elska NYX! Kaupi það alltaf hér: http://www.cherryculture.com :)
   Takk fyrir að kíkja!

   Eyða