Fjólublá Elma| Leikið með liti

Ég hef mjög gaman að því að nota liti í förðun, nema hvað það er helst bara þegar ég mála sjálfa mig. Ég þori aldrei að mála aðra með litum- er yfir höfuð frekar stressuð að mála aðra því mig vantar meiri æfingu og sjálfstraust. Ég hef lært mikið á að vinna við þetta en það er alltaf vel þegið að fá vinkonuandlit til að leika sér með. Ég nýtti því tækifærið og málaði Elmu vinkonu mína með fjólubláu í nótt, fínt því hún var svo bara að fara heim að sofa eftir á og engin pressa á að gera eitthvað fullkomið og frábært- í staðinn fékk ég bara að leika mér stressfrítt sem var mjög gaman.
Bæði er ég óvön að mála aðra með litríkum augnskuggum og eins er Elma meira í jarðlitunum og gylltum litum, þannig þetta var smá ævintýri fyrir okkur báðar :)

Ég var mjög ánægð með útkomuna og Elma var það líka, enda var hún með eindæmum flott eins og sjá má á eftirfarandi myndum!Klárlega eitthvað sem við munum prófa aftur!

Katrín María


Engin ummæli :

Skrifa ummæli