Wants| Janúar 2014

Mig langar í alltof mikið.

Varalitirnir frá Dose of Colors eru að fá hellings hype á internetinu- verið að líkja þeim við hina margumtöluðu Lime Crime varaliti. Sjúkir litir.

Lime Crime Velvetines varalitirnir eru ofarlega á óskalistanum- er sjúk í þetta velvet look um þessar mundir og þeir endast víst rosalega lengi á vörunum.

Maskinn sem allir eru að tapa kúlinu yfir. Maður sér víst fáránlegan mun á húðinni eftir aðeins eitt skipti, virðast allir falla algjörlega fyrir þessu. Sem þýðir að ég verð auðvitað að prufa. 

Annar maski frá Glam Glow nema þessi er svona súper rakamaski- hljómar eins og himnaríki fyrir þurru húðina mína. Fær góð review og maskar eru alltaf skemmtileg vara að eiga.


Fujifilm instax mini 8 - Annað internet hype, ég er öll í því en vá hvað mér þætti gaman að eiga svona krúttlega myndavél sem prentar myndirnar út samstundis (myndirnar eru líka þægilega litlar og meðfærilegar). 


Naked 3 palettan frá Urban Decay... verð að eignast hið snarasta. Veit einhver hvernig ég get nálgast hana án þess að nota Shop USA? Allar síðurnar sem ég er vön að panta Naked paletturnar af eru annað hvort ekki byrjaðar að selja hana, eða þá að hún er stanslaust uppseld. 

Nars Sheer Glow farðinn er klárlega eitthvað sem ég verð að prófa- enda einn sá vinsælasti um þessar mundir. 

Hourglass Ambient Lighting paletta- palettan inniheldur þrjú af púðrunum sem eru að fá mikið hype um þessar mundir. Ég er mikið fyrir bjarta og "glowy" förðun og þessu púður eru víst mjög falleg yfir farða eða sem highlight.

Eftir að hafa pantað Rimmel Apocalips litinn í Nova um daginn varð ég alveg sjúk, nú langar mig í alla litina! Ótrúlega skemmtileg vara.

Ef ég myndi telja upp allt sem mig langar í, þá myndi mér ekki endast ævin til þess. Svo við stoppum hér í bili.

Hvað er efst á þínum óskalista?

Katrín María5 ummæli :

 1. Minn óskalisti sem er endalaust langur:(

  Naked 3
  UD naked double eye liner pencils í naked, naked basics og naked 3.
  Bare minerals burstar sem heita precision face og handy buki
  lorac pocket pro palette
  bare minerals original foundation
  bare minerals ready foundation
  too faced chocolate bar
  nars narsissist
  mac cream colour base in pearl
  þó nokkrir mac burstar
  charlotte tilbury color chameleon í litnum garnet og amethyst aphrodisiac (er að drepast því mig langar svo í þessa tvo liti)
  Svo langar mig líka í dolce vita palettuna frá charlott tilbury en ætla ekkert að gera í því á næstunni allavega.
  Langar líka í hakuhodo bursta
  make up forever aqua brow
  claudio riaz bursta - viðbjóðslega dýrir svo ég held ég gleymi þeim næstu árin..
  hourglass ambient brush og ambient light powder.


  Svo varðandi þinn óskalista að þá er hourglass palettan með púðrunum uppseld. Hún er limited edition.
  Ég hef líka prófað glam glow mud maskana og þeir eru mjög fínir en stútfullt af efnum líka sem maður vill ekkert sérstaklega í húðina:S..
  Hef líka prófað nars sheer glow og það er eina meikið sem hentar mínum húðlit og er með geðveikt flott finish en endist mjög stutt á minni húð (kannski klukkutíma, þá er það horfið). Ég er með normal húð en það virðist sem svo að þetta meik hentar best oily húðgerð. Svo finnst mér það ekki þekja jafnt yfir húðina heldur vantar hér og þar ef maður er up close við spegilinn og skoðar það almennilega.
  Svo varðandi naked 3 þá kaupi ég flest allt erlendis sem ekki er hægt að fá í vefverslunum af bellaflora á ebay. hún er alveg 100% traust. Elska að ég get líka sent henni póst ef hún er ekki með það í búðinni hjá sér og hún sérpantar það fyrir mann og sendir manni það síðan gegn smá þóknun. T.d. fyrir jólin var fullt af limited edition vörum sem mig langaði í og fann það hvergi og svo var 20% afsláttur í sephora og öllum snyrtivöruverslununum þannig að ég sendi henni allt sem mig langaði í og hún sendi endanlegt verð sem mér fannst sanngjarnt. Svo ég fékk fullt af limited edition vörum:)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Snilld! Sá margt á listanum þínum sem ég hef ekki heyrt af áður- mjög spennandi!
   Já ég vissi einmitt að hourglass palettan væri limited edition :( Mun líklega aldrei eignasta hana, en jæja.. maður getur látið sig dreyma! haha :)
   Ooog takk fyrir að benda mér á þessa ebay píu- ég er sko skíthrædd að panta af ebay, veit aldrei hvort ég á að treysta því eða ekki, þarf klárlega að kíkja á þessa gellu!!
   Takk fyrir þetta!

   Eyða
 2. Minn óskalisti er:

  Dose of colors - Lipgloss í Undressed
  Too Faced - Colorbomb í Never enought nude
  LimeCrime - Lipstick Babette
  Lorac - Pro palettan
  Anastasia - Pro brow kit
  Anastasia - Contour kit
  NYX - Butter gloss í Maple Blondie
  NYX - Champagne & Caviar paletta
  Stila - All over shimmer duo í Kitten
  Lavanila laboratories - deo án allra ógeðslegra aukaefna


  Ég á Hourglass ambient lighting powder í Diffused light og ég elska það!!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Oh já mig langar einmitt svo í Anastasia Contour kit-ið! Stila all over shimmer duo í Kitten er algjörlega málið by the way! :)
   Takk fyrir að lesa og kommenta!

   Eyða
 3. Ég á Hourglass pallettuna og hef áhuga á skipta á henni og öðru snyrtidóti sem td þú notar ekki. Ég er aðeins of föl fyrir hana, hefði átt að taka bara aftur diffused light. En hafðu samband á fb ef þú hefur áhuga. Kv, Steingerður Sonja

  SvaraEyða