Og þá hefst 2014 (með væmni að venju...)

Gleðilegt nýtt ár elskur vinir og velunnarar!
Nú eru aldeilis spennandi tímar framundan, og þegar ég segi spennandi á ég auðvitað við alveg skelfilegir og kvíðvænlegir tímar en jafnframt spennandi :) Auðvitað meira frábærir og spennandi en hitt!
Fyrri helmingur ársins fer í dúndrandi bilun þar sem mér tekst vonandi að ljúka náminu mínu við Háskólann á Akureyri og því eru næstu mánuðir algjörlega í óvissu hvað þetta blogg varðar. Ef ég þekki mig rétt mun ég þó líklega finna tíma hér og þar, sem betur væri varið í lærdóm, til að skrifa eins og eitt blogg eða svo annað slagið. Seinni helmingur þessa árs, 2014, er svo algjörlega óskrifað blað. 
Fyrir kvíðasjúkling ætti þessi staðreynd, þ.e. óvissan um hvað taki við að námi loknu, að vera alveg stórfenglega hrikaleg tilhugsun. En mér hefur tekist svo ágætlega seinustu mánuði að temja minn eigin huga og öll hans skrímsli, svo nú neyði ég hann til að líta á þessa óskipulögðu framtíð sem eitthvað ótrúlega spennandi og frábært.
Og eftir því sem dagarnir líða, því meira spennt og minna kvíðin verð ég.

Ég vann ótrúlega marga persónulega sigra árið 2013, eins og ég ætlaði mér. Og þó ég hafi lengi undir lok ársins sannfært mig um að ég væri ekki að standa mig nógu vel og hefði ekki áorkað eins miklu og ég ætlaði mér, þá tókst mér loksins, með hjálp fólksins í kringum mig, að koma auga á allt það jákvæða sem gerðist á árinu. Eða öllu heldur, allt það jákvæða sem mér tókst að gera eða láta gerast á árinu 2013. Ekkert af því gerðist sjálfkrafa, og hefði ekki gerst nema af því að ég sigraði sjálfa mig aftur og aftur. Það var sjúklega erfitt, uppfullt af grátköstum og oft ætlaði ég að gefast upp (eiginlega alltaf), en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum leyfði ég mér það ekki- og sat á endanum uppi sem sigurvegari, þ.e. í baráttunni við sjálfa mig.

Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega á þeim stað sem ég vill/þarf að vera í dag. Kanski ekki einu sinni nálægt því. En það er nokkuð ljóst að ég er á allt öðrum og margfalt betri stað en ég var á í upphafi seinasta árs og með því get ég sannarlega verið sátt við það sem ég áorkaði árið 2013. Hvort sem það er sýnilegt öðrum eða ekki, hvort sem það flokkast sem sigur í bókum annarra eða ekki- það skiptir engu máli. Ég sigraði sjálfa mig allavega, ég finn það og það er nóg.

Þetta er mögulega óskiljanlegur texti fyrir einhverja, enda er ég ekki að tala um eitthvað eitt atriði. En point-ið er svona um það bil það, að þú þarft ekki að sigrast á öllum þínum vandamálum til að standa uppi sem sigurvegari. Það halda alltaf áfram að koma upp aðstæður þar sem þér líður ekki vel, en það er sigur að fækka þessum aðstæðum. Fleiri góðir dagar árið 2014 en árið 2013= sigur.

Planið er að halda áfram að sigra 2014. Ekki að sigra lífið í heild, en að sigra litla sigra hér og þar og fagna öllum góðum stundum. 

Aðfangadagur var góður dagur. Elska þessa mynd, hún er svo stútfull af gleði og ást. 3 ummæli :

 1. Sæl, þetta á kannski ekki heima hér en ég var að velta einu fyrir mér. Þú settir inn blogg fyrir löngu síðan þar sem þú varst að segja hvaðan þú pantaðir snyrtivörurnar þínar á netinu og nefndir eina sem sendir frítt til íslands, manstu nokkuð hvað hún heitir?

  SvaraEyða
  Svör
  1. feelunique.co.uk er sú sem ég nota mest :) Asos.com er líka með snyrtivörur og sendir frítt til Íslands, panta stundum þaðan líka :D

   Eyða
  2. Frábært takk :)

   Eyða