Grammygrátur

Grammy verðlaunin eru einn af þessum sjónvarpsviðburðum sem ég vil ekki að endi. Jafnvel þó þetta séu nú þegar tæpir 3 tímar, þá finnst mér þau alltaf of fljót að klárast. 

Daft Punk hirtu helling af góðum verðlaunum, enda vel að því komnir. Þeirra performance ásamt nokkrum góðum meisturum var líka mjög hresst og gott.

Ég hef minna en engan áhuga á tískunni eða kjólunum þannig ég er ekki að fara að tala neitt sérstaklega um það (enda eflaust nóg um slíkar umfjallanir á netinu) og ég man ekki eftir neinu einasta outfitti nema ríkisbubba buxunum hennar Lorde- af því mér fannst þær svo ljótar (sem er synd, því þetta þykir líklega ofsalega fínt). 

Buxurnar... þær sjást ekki einu sinni á þessari mynd. Oh well.

En ég var mest þarna fyrir músík-atriðin (SHOCKING ÉG VEIT). Og ég er svo uppfull af tilfinningum eftir að hafa horft á verðlaunin frá upphafi til enda að ég varð að setjast niður og blogga um þau.

Það var nefnilega þannig, að ég grenjaði allan tímann. Eftir að ég hafði farið að gráta þrisvar sinnum (með tárum og öllu tilheyrandi) leit ég á tímann sem var liðinn af þættinum... viti menn, það voru heilar 10 mínútur búnar, og heilar 2 klst og 30 mínútur eftir. Þannig ég var vægast sagt vælandi í tæpa þrjá tíma yfir öllu og engu. Veit ekki afhverju ég verð svona hrærð yfir músíkatriðum og lögum, það er eitthvað með mig. Var einhver annar sem fór tvisvar að gráta á meðan Queen Bonnzý og Jay Z voru að performa? Eða er fólk almennt tilfinningalega stabílla en ég...

Ég allavega get ekki beðið eftir næstu Grammys. Uppáhöld kvöldsins voru sem hér segir:

Númer 1 (þarfnast ekki útskýringar)
Þvílík og önnur eins gyðja!

Númer 2
Imagine Dragons og Kendrick Lamar með Radioactive og m.A.A.d city. Kom mjög á óvart, ég er komin með svo ótæpilega leið á Imagine Dragons (og þá sérstaklega þessu lagi) en þetta kom bra sjúklega vel út. Kendrick getur ekki klikkað heldur. 

Númer 3
Same Love atriðið með Macklemore & Ryan Lewis, Mary Lambert & Madonnu var líka uppáhalds einfaldlega af því að það var svo fáránlega tilfinningaþrungið. Grenjaði líka stanslaust... eins og flestir á svæðinu að mér sýndist. Mér er alveg sama hversu viðeigandi eða óviðeigandi fólki fannst þetta og gef lítið fyrir gagnrýnisraddir sem segja þetta fyrirsjáanlegt að finnst þetta ekki eiga heima þarna. Mér finnst jafnréttisbarátta eiga heima allstaðar og þessi gjörningur var fullkominn. Eina sem var óviðeigandi í þessu atriði var Madonna, mitt persónulega mat bara- en mér fannst hún taka fúttið svolítið úr þessu. En ég meina... legend engu að síður, þau verða að fá að vera með.

En já.. það var ótrúlega mikið af flottum og skemmtilegum atriðum í ár, Metallica komu sterkir inn (þá helst í lokin, var ekki alveg jafn spent til að byrja með), Daft Punk og Pharrell Williams ásamt Stevie Wonder voru alveg hressir, Pink var rosaleg! og svona mætti lengi telja. Ef þið hafið ekki horft, þá mæli ég eindregið með því, sérstaklega ef þið hafið áhuga á því sem er að gerast í "mainstream" músík bransanum eins og maður gæti kanski sagt.

Stórkostlegt! 

Katrín María 1 ummæli :

  1. Ég horfði ekki, leit á listann yfir þá sem vor að performa þarna og hugsaði bara nei, ég get ekki horft.
    En það sem stóð upp úr hjá mér eftir þessa hátíð var að Gary Clark Jr. fékk verðlaun :)

    SvaraEyða