Asos Haul| Janúar 2014

Hæ!

Loksins fékk ég í hendurnar það sem ég pantaði um daginn. Það kom reyndar mun fyrr en ég bjóst við, sem var ekkert leiðinlegt.


-Eins og venjulega þegar ég panta af Asos, þá smellti ég tveimur Stay Matte í körfuna. Ódýrt og gott púður sem er snilld að eiga til fyrir svona everyday notkun. 
- Hefur lengi langað að prófa eitthvað af farðanum frá Rimmel og ákvað að byrja á Match Perfection í litnum Classic Ivory, vona að liturinn passi. 
- Svo vantaði mig primer, ég tími ekki að kaupa mér dýra primer strax og þar sem ég hef heyrt ágæti hluti um þennan Fix&Perfect Pro frá Rimmel þá ákvað ég að prufa hann bara!
- Ég hef einnig heyrt mjög góða hluti um Rimmel Glam Eyes maskarann og hann fékk því að fljóta með. 
-Þarna má líka sjá fljótandi eyeliner, enda vita þeir sem þekkja mig að það er aldrei langt í kisulinerinn hérna megin og alltaf gaman að prófa nýjar vörur í svoleiðis dundur :)
- Svo er þarna eyeliner blýantur í nude, sem mig hefur lengi vantað- fullkominn á neðri vatnslínuna til að birta yfir og hressa mann við, en maður verður oftar en ekki rauður og þreytulegur þar ef maður er illa sofinn eða búin að borða óhollt í lengri tíma (allavega mín reynsla).
- Síðast en EKKI SÍST; Rimmel Apocalips fljótandi varaliturinn er eitthvað sem hefur verið á want listanum lengi. Núna langar mig grínlaust í alla liti- þetta er rugl pigmented og fallegt! Liturinn sem ég fékk mér er fallega bleikur, svona everyday en samt smá extra. Elska elska elska!

~~~

Er að spá í að gera ítarlegri blogg um vörurnar þegar ég er búin að prófa þær :) Endilega látið mig vita ef það er eitthvað af þessu sem þið viljið heyra meira um.
Svo er annað haul á leiðinni með þeim vörum sem eru nýjar en voru ekki hluti af þessari pöntun því margir virtust vilja sjá það líka :)

~~~

Að lokum henti ég með í körfuna að gamni mínu þessu krúttlega hárskrauti, finnst það rosa prinsessulegt og krúttlegt. Á erfitt með að ímynda mér tilefni þar sem ég get skellt því upp, en hver veit nema að mér verði boðið í álfabrúðkaup í Rivendell á næstunni. Þá á ég allavega viðeigandi headpiece!


Hvað segið þið? Gott? Slæmt? 

Katrín María


6 ummæli :

 1. Mér finnst hárskrautið sjúúúklega flott!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir það Fjóla! Já það er eiginlega bara svoltið fínt :)

   Eyða
 2. Á Rimmel Apocalips í litnum Stellar, sem er sjúklega flottur! Mjög góðir glossar/varalitir :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já vá ég er strax sjúk í þennan lit sem ég keypti mér!
   Verð að eignast fleiri, Stellar lítur mjööög vel út :D

   Eyða
 3. Skemmtileg síða hjá þér, skoða hana reglulega :) Rimmel útsölur á asos eru svo hættulegar, var einmitt að fá mér Match Perfection í annað skiptið..elska það! :) mæli líka með apocalips í litnum big bang - svo rauðuuuur!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha svo sannarlega stórhættulegar! Já ég er að fíla match perfection í botn, svo létt en samt svo gott :)
   Takk fyrir að kíkja og kommenta! :)

   Eyða