365 Grateful| Litlu hlutirnir

ATH. Ég skrifaði þetta blogg seinustu helgi og ætlaði að birta það á sunnudaginn en gleymdi því, framvegis verða þau samt birt á sunnudögum eins og ég tala um hér að neðan.
Að auki hef ég síðan þá tekið eftir hashtagginu #100happydays eða einhverju slíku, sem er líklega svipað ef ekki sama concept, hef ekki kynnt mér það en það gladdi mig að sjá hvað margir eru að fókusa á hamingjuna þessa dagana :)
------

Hæ!

Einhverntíman síðla seinasta árs rakst ég á umfjöllun um þetta project sem ungri konu datt í hug og framkvæmdi eitt sinn þegar hún var niðurdregin og leið ekki frábærlega. 
~~~

Mér fannst þetta ofsalega fallegt, hún tók mynd á hverjum degi í heilt ár af einhverju sem hún var þakklát fyrir, einhverju sem gladdi hana eða henni fannst fallegt. Að lokum var hún farin að taka eftir hlutum sem hún var vön að líta framhjá eða hefði líklega misst af ef hún hefði ekki farið að fylgjast betur með.

Mér fannst þetta ótrúlega falleg og skemmtileg hugmynd og mig langar að gera eitthvað svipað. Ég veit að ég get ekki póstað svona mynd á hverjum degi, en mér datt í hug að útfæra þetta þannig að þegar ég sé eitthvað sem gleður mig, gerir mig hamingjusama eða ég er þakklát fyrir- þá langar mig að smella mynd af því og setja hér inn. Ég myndi t.d. vilja setja hér inn á hverjum sunnudegi, allar myndirnar sem ég hefði tekið yfir vikuna og þannig get ég leyft ykkur að fylgjast með. Suma sunnudaga kemur kanski ekkert, aðra kemur kanski ein mynd og enn aðra kanski sjö myndir. Ég lofa engu, en ég vona að þetta verði til þess að ég fylgist betur með því hvað gerir mig glaða og hamingjusama, hvað ég er þakklát fyrir og um leið get ég kanski hvatt ykkur til að gera eitthvað svipað svo við verðum öll að springa úr gleði og þakklæti að verkefninu loknu :) Kanski ég kalli þetta "Litlu hlutirnir".

Ég á örugglega oft eftir að taka myndir af efnislegum hlutum sem gleðja mig og kanski gætu einhverjir litið á það sem yfirborðskennt, en ég ætla samt að leyfa því að vera með- ef það gleður mig eða kætir, þá á það heima hér  að mínu mati:)

Ég byrja þetta þá bara hér (þessi er síðan fyrr úr mánuðinum, en framvegis hef ég þær up to date). Fyrsta myndin:

Ég er þakklát fyrir spilasjúku fjölskylduna mína. Það er yndælt að við eigum öll þetta sameiginlega áhugamál og getum því eytt ómældum tíma saman við þessa iðju. 

Katrín María


Engin ummæli :

Skrifa ummæli