Óskalisit| Jól 2013

Jæja, kominn tími á enn einn jólaóskalistann! Trúi ekki að desember sé genginn í garð.
Þetta er svona hitt og þetta sem mér hefur dottið í hug seinasta mánuðinn eða svo, alltaf mikil pressa frá 
fjölskyldu og vinum um að skella þessum lista upp- ég vona að þið getið kanski fengið einhverjar hugmyndir í leiðinni um hvað ykkur langar í fyrir jólin :)
----------------------------->
Dior Rosy Glow kinnaliturinn- mikið fallegur!


Mig langar mikið að prófa eitthvað af þeim fjölmörgu Makeup Store vörum sem til eru, ég veit lítið um vörurnar þannig ég vissi ekki alveg hvað ég átti að setja á listann, en mér fannst meðal annars þessi Microshadow í Ruby mjög fallegur (ekki viss um að myndin sé 100% accurate) Annars hef ég mikinn áhuga á að prófa margt fleira frá þeim. 

Inglot svartur krem eyeliner- ég er orðin uppiskroppa með krem/gel eyeliner, vantar einn slíkan hið snarasta. Þeir fást t.d. í Inglot í Kringlunni, en einnig frá öðrum merkjum. Svo langar mig rosalega í Inglot snyrtivörur yfir höfuð! Hef bara ekki tíma í að kynna mér þær nákvæmlega akkúrat núna hvað þau bjóða uppá en langar mikið að prófa t.d. augnskuggana þeirra, meira af kinnalitunum og allskonar!

Mig langar í Bath&Bodyworks kerti!!! Veit að hægt er að fá þá á þessari íslensku facebook síðu. Ég er bara kertasjúk, þvílíkt sem ég klára af kertum í hverjum mánuði.


Ég myndi ekkert hata Coexist með The xx- gott í bílinn!Mig vantar handáburði í líf mitt, þessi gjafakassi frá L'Occitane sem fæst á www.feelunique.com er þvílíkt girnilegur! Hef líka heyrt meiriháttar góða hluti um handáburðina frá þeim. 

Veit einhve hvort svona fæst á Íslandi? Mig vantar annan varalitahaldara, ég keypti minn á netinu, en var bara að borga fullmikið fyrir hann, miðað við verðmæti vörunnar. 
Ruby Woo varaliturinn frá MAC. 

Mig dauðlangar í þykka og djúsí ullarsokka!

MAC Fix+ bara svona því mig langar!
Mjúk og falleg rúmföt eru líka ofarlega á listanum. Elska ný rúmföt, mín eru öll að verða svo slitin. 


Mig langar svo í tóma Pro Palette frá MAC, svo ég geti farið að safna mér hægt og rólega MAC augnskuggum, bara mest til að kynna mér merkið og prófa mig eitthvað áfram í því. 

MAC pigment í litnum Vanilla (já þetta verður á öllum óskalistum að eilífu) haha. Á prufu af því sem ég elska, langar mikið í fulla stærð. 


Mig langar í Pink Friday ilmvatnið frá Nicki Minaj. Hef heyrt að það sé dýrlegt (og jafnvel líkt uppáhaldinu mínu frá TayTay Swift) Já ég sagði TayTay. Það má.

Wonderstruck- Enchanted; Ilmvatn númer tvö frá Taylor Swift eins og mörgum er kunnugt er fyrsta ilmvatnið mitt allra mesta uppáhald. Uppi eru þó sögusagnir um að þetta sé enn betra! Verð að eignast. Urban Decay Vice 2 palette- þessi paletta er með eindæmum falleg, bæði að utan og innan. Myndi fara safninu mínu vel. HEH.

One day soon verður þessi mín. Algjörlega óþarfi og örugglega full af litum sem ég á nú þegar, en ég SKAL koma höndum mínum yfir hana. Líklega ekki fyrr en árinu er lokið, en samt, sem fyrst. 


Þetta var allt sem mér datt í hug, listinn er hvergi nærri tæmandi og ég fer ekki í mál við þá sem ekki gefa mér eitthvað af þessum lista (örugglega ekki).

Annars snúast jólin fyrir mér mestmegnis um góðar stundir með yndislegun félagsskap (Cliché ég veit!). Get ekki beðið eftir að sameinast fjölskyldunni minni yfir hátíðarnar þar sem við knúsumst, kætumst og spilum frá okkur allt vit eins og okkur einum er lagið!

Katrín María
4 ummæli :

 1. UD vice pallettan er sjúúúk! Var einmitt að fjárfesta í einni í síðustu viku og þarf að koma mér í að prófa! :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ohh heppin! Hún er svo sjúklega falleg að sjá (og Urban Decay ekki vanir að valda vonbrigðum þegar kemur að augnskugga-gæðum)!

   Eyða
 2. Hæhæ vildi bara segja þér að varalitahaldarinn sem þú varst að tala um, hann er kominn í söstrene grene :) Þeir eru frekar litlir samt

  SvaraEyða