Jólaförðun| Hugmynd

Ég á það til að nota lærdómspásurnar mínar í að dunda mér við snyrtiborðið mitt. Í desember vill það oft verða þannig að ég mála mig fram og til baka til að prófa jóla- eða áramótaförðun (já ég hugsa út í förðun hátíðanna mánuð fram í tímann, sue me). Í gærkvöldi gaf ég mér örlitla stund milli stríða og ákvað að prófa einhverja fallega jólaförðun- ég er mjög hrifin af gylltri jólförðun og ekki skemmir ef glimmer kemur við sögu.Þetta er útkoman, ég er að fýla þetta lúkk í botn- engin leið að sjá glimmerfegurðina í næturbirtunni þannig þið verðið bara að ímynda ykkur hvað það glampar fallega á glimmerið!


Ein sjúklega þreytt pía eftir svefnlausa nótt og lokaprófsmorgun. 
-------------------------------
Það sem ég notaði:


Inglot kinnalitir ~ Revlon ColorStay farði ~ L.A. Girl Glimmer ~ Lora augnskuggaprimer ~ Guerlain Maxi Lash ~ MAC Pro Longwear hyljari ~ Lorac Pro augnskuggapaletta ~ NYX kinnalitur í Taupe ~ MAC prep+prime í Neutralize ~ Maybelline eyeliner ~ e.l.f. eyebrow kit í dark ~ Stila Duo í Kitten

BTW Guerlain Maxi Lash er það besta sem hefur komið fyrir mig! Meira um það síðar.

Hvernig jólaförðun fýlið þið? 

Katrín María
4 ummæli :

 1. Hæhæ og takk fyrir skemmtilegt blogg :D mér datt í hug að spyrja þig hvort að þú gætir sagt mér hvar þú pantar Naked palletturnar?? Langar svo að panta mér Naked2 en veit ekkert hvar þær eru ódýrastar en samt pottþétt ekki fake :)
  Kv Margrét

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég hef alltaf pantað mínar á www.beautybay.com og er alveg örugg með þjónustuna þar- en ég var að tékka núna og það er búið að taka allar nema Naked Basics og Naked Flushed út af síðunni :/ Kanski uppseldar!

   En hún fæst ennþá hér á http://www.hqhair.com/urban-decay-naked-2-palette/10584897.html

   Ég hef ekki prófað síðuna sjálf en hef heyrt góðar sögur af henni :)

   Eyða
 2. Ég var á Akureyri um helgina og labbaði fram hjá Make Up Gallery á Glerártorgi og sá ÞIG þar. Hugsaði: Omg! Glimmer og gleði-stelpan! :) Ég ákvað að koma ekki inn og heilsa, mér fannst það vera svo....... sækó :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hahah en fyndið! Það hefði sko verið lítið mál, það kemur alltaf annað slagið fyrir að fólk þekki mig í gegnum síðuna og hafi orð á því :D

   Eyða