Hin fullkomna paletta| Tag

Úps! Gleymdi að birta þetta blogg, sem ég gerði síðustu helgi :)
---
Í dag vil ég færa ykkur TAG blogg. Tag's eru vídjó t.d. í förðunarsamfélaginu  á Youtube, þar sem fólk býr með vídjó með ýmsum spurningum (getur verið um hvað sem er) og svo taggar það aðra til þess að gera vídjóið.

Taggið sem ég ætla að gera heitir upprunalega "The Perfect Palette Tag" og þið getið fundið helling af þeim á Youtube. Ég ákvað að yfirfæra taggið á íslensku og gera blogg í staðinn fyrir myndband. Þið getið vonandi fengið smá tilfinningu hvaða augnskuggapalettur eru í uppáhaldi hjá mér og hverjar ekki :)
-------------------------
Bestu umbúðirnar
Ég ver að velja Coastal Scents paletturnar mínar- aðallega vegna þess að ég blingaði þær upp sjálf (þær voru bara svartar með Coastal Scents merkinu). Og mér finnst þær svo fallegar- alltaf þegar ég lít í átt að snyrtiborðinu glansar á þær eins og diskókúlur, ég er forfallin glimmerfíkill! Þær eru nú líka mjög öruggar og stöðugar sem er extra plús!
 ~~~

Mesta Pigmentið (þéttur litur)
Hér verð ég að segja Lorac Pro- samt erfitt val því Naked paletturnar eru sko alveg jafn góðar! En ég nota Lorac Pro bara svo margfalt meira- mér finnst allir litirnir himneskir og 100% pigmenteraðir! Ef þú átt ekkert annað, eignastu þá þetta- it's all you need!
~~~

Fjölbreyttust
Ég á nú nokkrar svona fjölbreyttar elskur- en valdi BH Cosmetics 120 color palette (fyrstu útgáfu) því hún er mest notuð af þeim öllum og ég er nokkuð viss um að litavalið sé enn fjölbreyttara í henni en hinum. Mæli með þessum palettum (mjög ódýrar og mjög góðar) fást frá flestum lágvörumerkjum (NN Cosmetics, BH cosmetics, Coastal Scents og svo enn ódýrara á ebay, beint frá Kína!) Allt sama dótið með mismunandi merkingum. 
~~~

Þægilegust að ferðast með
Það er auðvitað hin mikið elskaða Naked Basics frá Urban Decay. Eins og sést glögglega þá er hún vinsæl á þessu heimili- og þar sem hún er svo ótrúlega lítil og sæt þá er ótrúlega þægilegt að ferðast með hana. Hún er kannski ekki ofurfjölbreytt, en hún býður bæði upp á daglúkk og kvöldlúkk þar sem við fáum þarna tvö dökka liti með. Allt sem þú þarft í helgarferð milli landshluta!
~~~

Stærsta eftirsjáin
Deluxe Shadow Box frá Urban Decay. Leitt að segja það, því ég elska Urban Decay, en ég bara hef nánast ekkert notað þessa- nema neðstu röðina af litum í mesta lagi. Bara eitthvað sem grípur mig ekki. Litirnir eru samt ofsalega fallegir, sérstaklega þessir litríku- en bara ekki eitthvað sem ég virðist sækja í. Þvílík synd að hún liggi bara óhreifð hjá mér, þessi fallega paletta!
~~~

Bestu nöfnin á augnskuggum
Naked 2 frá Urban Decay er klárlega með skemmtilegustu nöfnin, nöfn á borð við Foxy, Bootycall, Tease, Snakebite, Suspect, Busted og Blackout svo eitthvað (flest) sé nefnt hah! Urban Decay er yfir höfuð með bestu nöfnin þegar kemur að augnskuggum. 
~~~

Minnst notuð
Dior Cherie Bow palettan mín. Það er bara ein ástæða fyrir því, og hún er sú að þetta er langdýrasta og langflottasta palettan í öllu safninu mínu- og ég hreinlega tími bara ekki að nota hana. Það er náttúrulega eitthvað að mér, en mér finnst hún bara allt of falleg, er meira að segja ennþá með plasthlífina yfir skuggunum. Hef bara notað hana tvisvar haha! Mig langar að uppstoppa hana og eiga að eilífu (psycho).
~~~

Mest elskuð/Taka á eyðieyju
Það verður bara að vera Lorac Pro palettan mín. Nota hana langmest af öllum palettunum mínum, elska hana í tætlur og enda örugglega á að kaupa hana aftur þegar hún klárast! Skuggarnir eru bara svo sjúklega góðir og úrvalið gott, allt frá ljósum yfir í dökka, helmingur mattir og helmingur shimmer. Getur ekki klikkað! Það var samt erfitt að velja ekki aðra hvora Naked palettuna, en ég varð að segja Lorac því ég nota hana bara svo miklu meira en allt annað!
~~~

Vona að þið hafið haft gaman af þessu bloggi. Mig langar að tagga önnur íslensk makeup blogg, en ég þekki bara eitt held ég, ef það eru einhver makeup blogg þarna úti, sem eru fyrir tilviljun að lesa þetta blogg (kanski ólíklegt) þá máttu endilega gera þetta tagg og láta mig vita! Langar að sjá pælingar frá öðrum. Ef ekki, þá megið þið tryggi lesendur vinsamlegast benda mér á íslenskt rekin makeup blogg! 

Katrín María


3 ummæli :

  1. skemmtileg færsla :D væri alveg til í lorac pro pallettuna

    SvaraEyða
  2. Væri til í að sjá fleiri svona tögg, t.d. varalitatagg! Flottur póstur.

    SvaraEyða