Ársuppáhalds 2013

Ég ákvað að vera snemma í því þetta árið, og sit því hér á aðfangadag og skrifa um uppáhaldsvörurnar mínar árið 2014. Ég á það til að gleyma mér í hátíðargleðinni og það verður um leið eitthvað lítið um blogg á þessum tíma.
En núna, verandi forsjál með eindæmum, ákvað ég að nýta þennan lausa tíma sem ég hef á þessum yndæla degi og skrifa niður nokkur orð um þær snyrtivörur sem sitja sem fastast á uppáhaldslistanum eftir þetta ár, 2013. Listinn er aldrei alveg tæmandi og mig langar mikið að fylla hann með öllu sem ég hef elskað þetta árið, en ég vill ekki standa í þessu fram eftir kvöldi- og ég er viss um að engin nenni að lesa svo langt blogg.
---

Naked Basics frá Urban Decay kemur auðvitað sterk inn. Hef notað þessa palettu óspart, og hún kemur alltaf með í ferðalög. Litirnir eru fullkomnir í allskonar blöndun, ásamt því að henta vel í falleg dag- og kvöld lúkk. Big things come in small packages sagði einhver. 

e.l.f. HD púðrið hættir bara ekki að vera uppáhalds. Það mun líklega alltaf vera mitt uppáhalds púður til að nota yfir hyljarann undir augunum. Birtir fallega yfir og gerir heildarlúkkið mun fallegra en ef ég nota bara venjulegt púður. Þetta púður er líka stórkostlegt yfir allt andlitið. Bara alltaf uppáhalds!

Chanel Vitalumiére Aqua fljótandi farðinn hefur pottþétt verið uppáhalds farðinn minn þetta árið. Ég fæ ekki nóg (því miður, því hann er rándýr!). En ég er einfaldlega forfallin. 

Súkkulaði bronzerinn frá Bourjouis hefur verið notaðu alla daga stanslaust þetta árið. Veit ekki afhverju, en hann hentar bara eitthvað svo fullkomlega til að fríska upp á lúkkið og gefa manni svona smá lit í andlitið, án þess að vera of dramatískur.

Ég kynntist kinnalitunum frá Inglot þetta árið, og þessi paletta sem mér áskotnaðist hefur verið notuð mest af öllum síðan ég eignaðist hana. Er ofsalega ánægð- og þetta eru klárlega uppáhalds kinnalitir ársins, þetta árið!

Guerlain Maxi Lash maskarinn- ég ætlaði alltaf að fjalla sérstaklega um þennan maskara, en ég eignaðist hann seint á árinu- svo líklega er ekkert frábær hugmynd að setja hann strax í ársuppáhalds, en hann er bara svo ótrúlega mikið uppáhald. Klárlega besti sem ég hef prufað hingað til- er sjúklega ánægð með hann.

Bourjouis Healthy Mix Serum er í raun ódýrari týpan af Chanel Vitalumiére Aqua sem er mitt allra uppáhalds meik- en þetta notaði ég líka mikið á árinu áður en ég eignaðist Vitalumiére Aque (og nota enn). Þetta er ótrúlega góður farði (létt þekja, svo ekki gott fyrir þá sem vilja þekju)- en hann er í miklu uppáhaldi og snilld til að nota við hversdagslegri tækifæri þar sem hann er á mun betra verði en Chanel farðinn. 

NYX kinnaliturinn í Taupe er sá litur sem ég hef notað allra mest í að skyggja andlitið- þetta er bara fullkominn litur. Er mjög langt komin með hann og þarf klárlega að fjárfesta í nýjum. Hef enn ekki fundið jafn gott skyggingapúður og þennan kinnalit.

Lorac Pro Paletta er náttúrulega uppáhald númer 1, 2 og 3 þetta árið! Það fer ekkert á milli mála. Þessi paletta er það allra besta og skemmtilegasta sem ég hef bætt í safnið á þessu ári og ég þori að veðja að ég kaupi nýja þegar uppáhaldslitirnir mínir eru búnir (sem er eiginlega bara alveg að skella á). 

Mac Pro Longwear Concealer hefur verið uppáhalds baugafelarinn minn seinustu mánuði, þekur vel og kemur vel út undir augunum. Crease-free eins og maður segir- sem er frábært! Algjört uppáhald :)

Real Techniques burstarnir hafa einnig átt hug minn allan þetta árið- þetta eru sumir af mínum allra uppáhaldsburstum og ég nota marga þeirra daglega. Mæli svo sannarlega með þeim, og svo skemmir ekki fyrir hvað þeir eru á ofsalega góðu verði. 

Að lokum er það Stila Duo-ið í Kitten sem hefur verið minn uppáhalds highlighter til að setja smá glans og birtu  í andlitið. Kemur ofsalega vel út og frískar mann upp. Uppáhalds highlighterinn minn til þessa. 


Gleðilegt nýtt ár!

Katrín María


Engin ummæli :

Skrifa ummæli