Týpísk Morgunstund

Ég er engin sérstök morgunpía.
Ég hef eiginlega verið meira fyrir að vaka á næturnar og skríða upp í rúm á morgnana þegar heimurinn fyrir utan fer að lifna við. Líklega því það er öruggara, ef maður sefur þegar allir aðrir vaka og vakir svo þegar aðrir sofa, þá þarf maður ekki að umgangast fólk.
Og út af ákveðnum ástæðum hafði ég náð að sannfæra mig um að mér þætti best að vera ein. En það er meiriháttar bull, ég veit það núna og hef svosem alltaf vitað það þó að hausinn á mér hafi reynt að sannfæra mig um eitthvað annað seinustu árin. Eeen það er saga fyrir heilt annað blogg sem ég er ekki viss um að ég vilji fara út í hér, allavega ekki strax.

Allavega, með smá hjálp og örlitlum viljastyrk hef ég lært hvernig ég eigi að fara að því að sofa og vaka á eðlilegum tímum. Ekki misskilja mig, það koma ennþá dagar þar sem ég fer ekki að sofa fyrr en í kringum 08°° á morgnana og stundum sef ég jafnvel ekkert. En í staðinn fyrir að það gerist á hverri nóttu gerist það kanski í mesta lagi 1-2 í mánuði.

Til þess að morguninn/dagurinn gangi upp, þarf hann að byrja svona:
- Það fyrsta og mikilvægasta er morgunmatur, venjulega er það ekki banani- heldur grænn sjeik. Aulinn ég gleymdi að taka ávextina mína úr frysti í gærkvöldi, en blandarinn minn býr ekki yfir nægum styrk til að blanda frosna ávexti og því verður að aflýsa sjeikblöndun ef það gleymist að taka þá úr frysti. Að auki voru allir hafrar íbúðarinnar á þrotum, svo grautur (sem er plan B) var ekki í boði heldur. 
- Annar mikilvægasti hluturinn er sjóðandi bolli af Earl Grey tei. Þú byrjar ekkert bara daginn án þess að fá þér te, það gengur bara ekkert upp. 
- Þriðji mikilvægasti hluturinn er svo að sjálfsögðu stórt glas af vatni (og þau skulu vera nokkur yfir daginn). Á myndinni sjáiði "Partýglasið", enda fásinna að drekka úr öðru en partýglasi þegar maður er nývaknaður. 

Restin af hlutunum á myndinni, þ.e. varasalvinn og Biopsychology bókin eru optional. Mér finnst voða gott að vera með mjúkar varir og skólabókin er bara hluti af lokaprófslærdómi sem mun taka upp allann minn tíma næstu 2 vikurnar. Ég er spennt!


Til að koma mér í lærdómsgírinn verð ég samt að horfa á eins og einn þátt á meðan ég drekk teið mitt. Þættirnir sem verða fyrir valinu eru venjulega 48 Hours, Vanished eða Solved (stundum læðist inn eins og einn Dr. Phil þáttur, ekki segja neinum). Ég hef s.s. mikinn áhuga á sönnum sakamálum. Málið um fréttaþuluna Jodi Husentruit sem hvarf 1995, og hefur enn ekki fundist, truflar mig mikið. Mér finnst "fimmtugi vinur" hennar frekar obsessive og er sannfærð um að hann eigi hlut að máli. Ef einhver ákveður að horfa á þáttinn má hann endilega koma með ályktanir í kommenti!

Ég er annars búin að tefja það að hefja lestur aðeins of lengi. Afsakið blogg-óskipulagið og skortinn á almennilegum "beauty-bloggum". Þau krefjast meiri tíma og skipulagningar, sem ég hef bara ekki mikið af svona á þessum seinustu metrum haustannarinnar. Vona á meðan að þið nennið að lesa þetta frjálsa flæði sem virðist koma upp úr mér þegar ég sest við tölvuna svona annað slagið. 

Kv. Cousin Itt


Katrín María


4 ummæli :

 1. Elska að lesa þetta frjálsa flæði elsku cousin it :)

  SvaraEyða
 2. Okei nú verð ég að fara horfa á Jodi Husentruit málið... haha
  Ég er samt svo alveg eins með að vaka á nóttunni, ég gerði það einu sinni alltaf en núna er ég að læra að koma mér í gang á morgnanna, annars myndi ég bara aldrei vakna!
  Gangi þér vel í lærdómnum :*

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég mæli með að þú horfir! Nema hvað.. það er ekki sniðugt ef það er mikið að gera hjá manni, því maður getur ekki hætt að horfa. Ég þarf alltaf að horfa á nýjan og nýjan þátt haha!
   Takk fyrir! Og sömuleiðis ef þú ert að detta í lokapróf :D

   Eyða