Andlit Laugardagsins| 23.11.13

Ég ætlaði að gera "Andlit helgarinnar" færslu en tók svo bara mynd af laugardagslúkkinu og gleymdi að mynda restina. Prófaruglið aaaalveg að taka mig í gegn greinilega.
En þið fáið allavega að sjá "brúna/appelsínugula smokey" laugardagsins. 


Það er líklega best að taka fram að það er nákvæmlega engin birta við snyrtiborðið mitt svona á veturna, svo ég mála mig í algjöru myrkri (að undanskyldum nokkrum ljósum sem skína dauflega inn um gluggann minn frá byggingunni á móti). Þannig ég tek ekki ábyrgð á lélegri blöndunarvinnu eða litasamsetningu svona yfir bláveturinn. Ég ætlaði t.d. ekki að ganga svona langt með appelsínubrúna litinn, en sá þegar ég komst í almennilega birtu að ég gekk af göflunum með þann lit. 


Annars fýla ég svona rauðan blæ sem og fjólubláan því það sýnir græna litinn í augunum mínum extra vel. Næst myndi ég kjósa að tóna lúkkið aaaðeins niður. Eða bæta meiri dýpt í ytra vaffið. 


Katrín María GísladóttirEngin ummæli :

Skrifa ummæli