Afmælis| Nýtt

Eins og kom fram í bloggi um daginn, þá átti ég afmæli í október. Ég ætlaði að vera löngu búin að sýna ykku fallegu snyrtivörurnar sem ég fékk að gjöf- en ég hef átt erfitt með að gefa mér tíma í það.
Ég fékk reyndar allskonar annað fallegt, ekki einungis snyrtivörur, en ég vill ekki hafa bloggið of langt í þetta skiptið þannig ég ætla bara að deila með ykkur snyrtivörunum að þessu sinni. 


Ég fékk tvo af nýju Dior Rouge litunum úr haust/vetrar-línu Dior.
Sá ljósi heitir Mazette (028), búin að horfa löngunaraugum á hann dag eftir dag síðan þeir komu út og var með testerinn á mér á hverjum degi í vinnunni- svo þetta var kærkomin viðbót í safnið! Þessi hægra megin heitir Mysterious Mauve (786), hann er sjúklega fallega fjólublár- fullkominn haustlitu og mig bráðvantaði akkúrat svona lit í safnið, enda á ég engan í líkingu við hann (valdi hann sjálf í skiptum fyrir annað sem ég fékk en taldi mig ekki koma til með að nota).

Chanel Illusion d'Ombre long wearing eyeshadow í litnum Fantasme. Ég valdi þessa vöru einnig í skiptum fyrir aðra Chanel vöru sem ég fékk og taldi mig ekki koma til með að nota. Mig er búið að langa lengi í þennan "krem-augnskugga" þetta er meira eins og pressed pigment, og af öllum litum sem eru í boði er þessi mest eins og top coat, frekar en þéttur augnskuggi. Mig langaði bara svo rosalega í hann því það er svo ótrúlega fallegt glimmer í þessu (sem sést ekki á mynd) sem glansar svo fallega- og ég lendi svo oft í því að vera komin með geggjað lúkk en finnst svo vanta aðeins meiri glans og glamúr. Ég vill svo ekki alltaf hafa fyrir því að þjappa chunky glimmeri yfir lúkkin, og því er þetta fullkomið- létt, helst lengi og bætir sjúklega fallegu glimmeri yfir lúkk án þess að breyta litnum á því. 

Le Blush Créme de Chanel- krem kinnalitur í litnu Révélation (63). Sjúklega fallegur kinnalitur sem er svo einstaklega auðvelt að vinna með. Er sjúk í kremkinnalitina frá Chanel, formúlan er svo einstaklega meðfærileg og falleg. 

------------------------------
Þá eru upptaldar þær snyrtivörur sem ég fékk í afmælisgjöf, en eftirfarandi tvær vörur fékk ég gefinst þegar ég sótti Guerlain kynningu með vinnunni fyrr í vikunni. 

 Guerlain Maxi Lash maskari- margumtalaður og víst með þeim betri frá Guerlain (að margra mati). Ég á enn eftir að prófa hann, tími ekki að opna hann alveg strax- en hlakka til!

La Petite Robe Noire ilmvatnið frá Guerlain- "Little Black Dress". Getum við fyrst bara dáðst að umbuðunum og þemanu- þvílík listfengni! Þetta verður nú að teljast til dýrasta og fínasta ilmvatns sem ég hef átt, aðeins fullorðinslegra en ég er vön, en mér líkar lyktin vel. Er svona hægt og rólega að falla fyrir henni, þó ég sjái yfirleitt ekki strax hvort ilmvötn fari mér eða ekki. Aðeins dýpri lykt en ávaxtakokteilarnir sem maður er vanur! 
Af Guerlain síðunni um ilminn: "My fragrance is an embroidery of the most beautiful "black" notes of perfumery: black cherry, black rose, patchouli and black tea."

------------

Katrín María
2 ummæli :

 1. Nei, hættu nú alveg. Þetta er allt of fallegt. Núna langar mig í allt þetta. ALLT. Þessir varalitir, ómælord. Einn af mínum uppáhalds varalitum er Mac - Heroine, sem er ekkert svo ósvipaður Mysterious Mauve, en þessi er samt held ég líkari Violetta. En fáum við annars að sjá þessar vörur in action? Það væri gaman!

  Antonía

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir að lesa og kommenta elsku Antonía!
   Heroine er svo geggjaður litur, klárlega á óskalistanum :D Hann er aðeins bjartari og meira "opaque" en Mysterious Mauve- en engu að síður í sömu fjölskyldu. Elska elska elska fjólubláa varaliti þessa dagana.

   Og það er alveg möguleiki að ég skelli inn frekari myndum af þessum vörum (dett örugglega í blogggírinn þegar ég á að fara að læra fyrir lokapróf) hahah

   Eyða