Uppáhalds| September 2013

Nýtt uppáhaldsblogg!
(Hvernig væri að like-a Glimmer og Gleði á facebook !?)Ég veit ekki hvort það er ráðlegt að vera með svona blogg mánaðarlega. Það er nú nefnilega þannig að maður er oft að nota það sama, sérstaklega ef það eru uppáhaldsvörurnar manns. En eins og núna, þá voru margar sömu vörur uppáhalds og seinast, en inn á milli laumuðust vörur sem hafa verið í "hvíld" eða ég hef ekki verið að nota mikið upp á síðkastið en fór að nota af kappi í september. Ég ætla að sýna ykkur þær. 

Makeup Forever HD foundation
Hef mjög mikið nota þetta meik í september, núna frussast líka bara úr því vegna þess að það er að klárast :( Vel þekjandi, falleg áferð og maður finnur ekki of mikið fyrir því á húðinni. Myndi kaupa aftur!

Dior Rouge Lipstick í 028- Mazette
Kemst ekki yfir þennan varalit, það sorglega er að ég á hann ekki einu sinni sjálf. En var með hann á hverjum einasta degi í vinnunni, byrjaði daginn alltaf á því að ganga rakleiðis að Dior rekkanum og smella þessum á. Svo yndislega fallegur coral/bleikur varalitur (mjög sumarlegur, en mér er sama!). Verð að eignast!

Créme de Rose frá Dior
Yndislegur varasalvi sem ilmar nákvæmlega eins og nýútsprungnar rósir. Ótrúlega mjúkur og svo þarf maður bara ponsulítið af honum í einu. Svona "lúxus" varasalvi sem er gaman að eiga. 

Mac augnskuggi í Brown Script
Er búin að vera sjúk í þennan lit sem skyggingarlit undanfarið. Nota bara einhvern mjög ljósan (helst mattan) augnskugga yfir allt augnlokið- og set þennan svo létt í glóbuslínuna. Svo ótrúlega fallega rauðtóna brúnn sem henntar vel fyrir haustið. 


Mac mineralize skinfinish í Porcelain Pink
Ég er öll í highlighterunum þessa dagana. Vill ofurljómandi húð og ekkert annað- finnst það fallegt fyrir veturinn til að vera frísklegur (þó fólk færi sig venjulega í þyngri og mattari lúkk fyrir veturinn). Ég vill ljóma! Þessi highlighter er mjög látlaus og fallegur, nota hann svona dags daglega fyrir léttan ljóma.

Nars Bronzer í Laguna
Hef aðeins verið að taka aftur upp þessa elsku. Það eru bara rétt hliðarnar eftir, en ég hef ekki tímt að nota hann í fleiri fleiri mánuði (mögulega orðið gamalt og ógeðslegt) en ég bara tími ekki að klára fyrr en ég eignast nýjan í staðinn. Uppáhalds bronzerinn minn frá upphafi!

Sigma eyeshadow base í Persuade
Þennan grunn nota ég daglega undir augnskuggana mína- líka þó ég sé ekki með augnskugga, bara til að jafna litinn á augnlokinu. Algjör snilld sem base og ótrúlega þægilegt í notkun. Er víst dupe fyrir Painterly paint pot frá Mac. Ég er komin langleiðina með að klára þessa dollu!


Og þá er það komið í bili- restin var um það bil sú sama og í seinasta uppáhaldsbloggi :)

Katrín María4 ummæli :

 1. Oh my hvað varasalvinn lítur virkilega vel út. Mac varan í porcelain pink, shiii ekkert smá fallegur litur.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já er sjúk í þetta!
   Og Porcelain Pink er fyrsta mineralize skinfinish varan sem ég prófa frá mac, er mega spennt að prófa eitthvað fleira núna!

   Takk svo mikið fyrir að lesa og kommenta :)

   Eyða
 2. ertu meira hrifin af nars bronzernum heldur en chanel tan de solei eða hvað sem krem bronzerinn heitir? Keyptiru chanel bronzerinn á íslandi? Og er hann ekki alveg á 100 þusund eða eitthvað?:/ langar svo að kíkja a hann en þori þvi varla utaf verði:p svo var bourjois að koma með út svipaðan bronzer og þennan chanel ef þig langar að kíkja á

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég myndi segja að all time favorite bronzerinn minn sé Laguna frá Nars. Mér finnst Chanel bronzerinn æðislegur og hann er í miklu uppáhaldi, en það er bara eitthvað við Laguna sem ég elska svo mikið! Gleymi því alltaf inn á milli en svo um leið og ég nota hann aftur verð ég aftur sjúk í hann.

   Þar sem ég keypti Chanel bronzerinn (Make up Gallerý) kostar hann 8.090.- og ég held að hann sé á svipuðu verði annar staðar.

   En ef þig langar að prufa hann en tímir ekki alveg, þá myndi ég kaupa þennan frá Bourjois til að prófa- því Bourjois á Chanel og því eru formúlurnar oft ískyggilega líkar (ef ekki eins). T.d. á ég mér uppáhalds meik frá Chanel, og "ódýrari týpan af því" sem Bourjois gefur út er líka eitt af mínum uppáhalds meikum :)

   En ef ég ætti að mæla með Nars Laguna versus Bronze Universal frá Chanel- þá verð ég að segja Nars!

   Eyða