Twoofaced Hauskúpa| Myndband!

Jess! Mér tókst að gera Halloween myndband fyrir Halloween 2013! 


Gerð og vinnsla við myndbandið tók litlar 9 klukkustundir, en þetta var ó svo gaman. Að þessu sinni ákvað ég að vera "skvísa" með einhverskonar holds-æti sjúkdóm þar sem húðin er búin að étast upp og fyrir innan má sjá höfuðkúpuna, eða þá að partur af andlitinu á henni hafi verið rifinn af, eða, eins og kærastinn minn vildi meina, að þetta væri einhversskonar brunasár. Ef einhver prófar að notfæra sér myndbandið, hvort sem það er til að gera alveg eins eða eitthvað svipað, þá langar mig alveg ótrúlega ótrúlega að þið póstið myndum af því á facebook vegg Glimmer og Gleði! 
Og jafnvel þó þið gerið ekkert svipað þessu vídjói á neinn hátt, þá þætti mér rosa gaman að sjá myndir af þeim sem ætla að mála sig eitthvað flott fyrir Halloween! 


Mæli með að þið horfið á vídjóið á youtube í 720p HD (þar er glugginn líka stærri) 


Segið mér svo endilega hvað ykkur finnst! :)
Katrín María
Glimmer og Gleði


4 ummæli :

 1. Skemmtilegt að sjá svona kennslumyndband :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir að kíkja og kommenta! Kann að meta það :)

   Eyða
 2. Ótrúlega flott :) Hver þarf gerviblóð sem er rándýrt ;) Vel gert og einfallt :D

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha já nákvæmlega!
   Takk svo mikið! :)

   Eyða