Óskalisti| Október 2013

Brátt rennur upp afmæli.
Ég var beðin um að gera óskalist, sem hentaði vel því ég var á leiðinni að skrifa niður einn slíkan þar sem hausinn á mér er að springa úr óskum.
Það skal tekið fram að ég er að henda hér fram mjög óraunhæfum óskum (mörgum hverjum) en það er bara því ég vill að óskalistinn sé raunverulegur og segi ykkur nákvæmlega hvað ég er að "crave-a". 

Hauskúpur til skrauts, glimmer-gull-silfur; don't matter bara elska! Veit að svon fást víst í Húsgagnahöllinni. -Benefit They're Real maskari: Langar rosa að prófa þennan margumtalaða maskara
- Estée Lauder gelee blush í Tease: sjúk í þennan sem highlighter, staðráðinn í að eignast hann (þó ég fari líklega að verða of sein þar sem hann er limited edition minnir mig).
- Dior Rouge varalitur í 028 Mazette: Sjúklega fallegur coral litur, elska hann! Verð að eignast.


e.l.f. stuff- ég er loksins að verða uppiskroppa með allar lífsnauðsynlegu e.l.f. vörurnar mínar. Nota þetta allt daglega og þarf nauðsynlega að bæta á lagerinn sem fyrst. 

MAC MAC MAC! Langar að eignast allskonar MAC- kinnilitir, highlighterar, augnskuggar, varalitir og pigment... langar svo að bæta hægt og rólega í MAC safnið (þar sem ég er algjör mac newbie). MAC pigment í litnum vanilla er mjög ofarlega á óskalistanum um þessar mundir. 

Ilmvötn- er ilmvatnssjúk, langar í hvernig ilmvatn sem er liggur við. En þessi þrjú eru ofarlega á lista:
Meow- Katy Perry
Pink Friday- Nicki Minaj
Enchanted Wonderstruck- Taylor Swift

Langar í þessa ilmi, þrátt fyrir hryllilegar umbúðir á tveimur þeirra! Ef ég man rétt fæst ekkert þeirra á Íslandi og þar sem nýlega hefur verið bannað að panta ilmvötn frá útlöndum þá er ég ekki að fara að eignast þessi í bráð.

Dýrari varan- langar óþægilega mikið í Canon EOS (og þá 550D ekki einungis því hún er flott og einföld heldur vegna þess að hún tekur vídjó). Langar svo í svona töffaralega bloggmyndavél.
Mig langar líka í nýjan síma, ég er algjör Android manneskja, og helst vildi ég halda mig í því- en mér finnst iPhone hafa það fram yfir t.d. Samsung (mitt uppáhald) að hann er mun nettari og það eiginlega trompar stýrikerfið (skandall).

EOS varasalvar, OPI naglalökk og hverskonar maskarar. Langar í EOS varasalvan bara því þeir eru krúttlegir (kosta samt allt of mikið á Íslandi). Svo finnst mér alltaf gaman að eignast falleg naglalökk- en helst af öllu langar mig í maskara, hvernig sem er, er með ótæpilegt maskara fetish. Elska að prufa nýja. (Kaldhæðnislegt að á þessar mynd sé Maybelline Rocket Volume, því ég var fyrir miklum vonbrigðum með hann).

Síðast en ekki síst! Ilmkerti... er sjúk í hverskonar ilmkerti, þau frá Yankee eru yndæl og fást til að mynda í Húsgagnahöllinni. Vildi óska þess að Bath&BodyWorks væri á Íslandi, þá byggi ég líklega þar (í kertadeildinni).14 ummæli :

 1. Þetta er sjúklega djúsí listi !!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já og vandræðalega ótæmandi! Held ég hefði getað gert 90 blaðsíðna wordskjal án þess að blikka auga!
   (Þetta er auðvitað vandamál).

   Eyða
 2. Benefit maskarinn er geeeeðveikur !! Hef prófað örugglega svona 30+ maskara og þetta er án efa sá besti !! Mæli ótrúlega vel með honum !

  Btw dýrka bloggið þitt ! Fylgist alltaf með þegar það koma ný blogg :)

  kv. Hildur Rún

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk æðislega fyrir að fylgjast með (og kommenta! það er svo gaman)- já ég held þetta sé engin spurning lengur, ég verð að prófa hann! :D

   Eyða
 3. Elska bloggið þitt:) Er alltaf að bíða eftir einhverju nýju. Elska mest hauls og favorites.

  En af hverju er bannað að flytja inn ilmvötn núna?:S

  SvaraEyða
  Svör
  1. Snilld! Takk fyrir það :) Gaman að fá feedback!

   Ohh veistu ég veit það ekki, brjálæðislega leiðinlegt. Held það hafi eitthvað með "öryggi" að gera? Er ekki alveg viss, en veit bara að það er allt í einu bannað að panta ilmvötn og naglalökk sem koma með flugi til Íslands (sem er alltaf- þannig það er engin leið).

   Eyða
  2. Vá en spes ég er nefnilega nýlega búin að panta fullt af naglalökkum og það var ekkert mál að fá þau til landsins frá usa. Veit að uk sendir ekki naglalökk út fyrir uk samt.

   Eyða
  3. HA?! Hvenær pantaðiru?
   Ég er búin að reyna örugglega 15 mismunandi síður og ég þekki aðrar stelpur sem eru líka búnar að reyna (bæði frá USA og UK).
   Það var ekkert mál fyrir áramót- en núna bara ekki séns- kemur allstaðar "Sorry, we cannot ship this product to Iceland." en samt hægt að kaupa hvað sem er annað af sömu síðum.

   Eyða
  4. Ég pantaði reyndar bara af ebay. Af þessari verslun http://www.ebay.com/usr/cbnailstore428

   pantaði seinast í sumar fullt af naglalökkum frá essie og limited edition frá opi:)..

   Eyða
  5. Okei vá næs, ég er búin að reyna að panta af ebay- spurning hvort það hefði verið stoppað í tollinum ef þeir hefðu fattað að það væri naglalakk í pakkanum? Ég verð að prófa!

   Eyða
 4. Drífðu þig að fá einhvern sem á leið með Icelandair að kippa einum benefit maskara með þér, ég held að ég hafi kommentað um daginn nafnlaust og bent þér einmitt á að hann er seldur þar.
  Kostar bara 2700kr sem er gjöf en ekki gjald fyrir þennann dásemdar maskara.
  Ég var einmitt eins og þú alltaf að prófa nýja maskara og búin að fara allann hringinn nokkrum sinnum en hætti því um leið og ég prófaði They´re real frá benefit. Þetta var ást við fyrstu stroku.
  Og annað, ég prófaði líka watts up highlighterinn frá benefit um daginn, keypti hann einmitt þegar ég var á ferðalagi um daginn með Icelandair, finnst hann æði. En samt ekki jafn mikið æði og maskarinn, ég elska reyndar benefit vörurnar allar.
  Benefit blæti? Já ég held það

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég er allavega himinlifandi með þær Benefit vörur sem ég á- Blæti er í boði! hahah

   En já, fólkið í kringum mig er klárlega ekki nógu duglegt að ferðast, ætli ég endi ekki á að panta hann í gegnum netið bara! (Eða vona að gjafmildir ættingjar fylgist með blogginu mínu og fái jólagjafahugmyndir...) Verð æstari í að prófa hann með hverri mínútunni bara.

   Eyða
  2. Ég fattaði ekki fyrr en of seint um daginn, ég fór erlendis með Icelandair korteri eftir að ég kommetaði síðast, hefði alveg getað boðist til að kaupa fyrir þig í leiðinni.
   Ég keypti mér sjálf 2 maksara og highlighterinn, svona just in case ef enginn er að fara til útlanda á næstunni og ég hefði verið búin með mína. Get nefnilega ekki notað neitt annað núna en þennann. Er með alveg endalaus augnhár en þau eru svo fíngerð að lengdin nær ekki að njóta sín með öðrum möskurum.
   Ef ég fer til útlanda einhverntímann áður en þú nærð að redda þér skal ég allavega láta þig vita áður en ég fer, reyndar svo sem ekki miklar líkur á að ég fari fljótlega aftur, veist námsmannafjárhagurinn bíður víst ekki upp á endalausar ferðir.
   En ég hef þig samt í huga

   Eyða
  3. Það væri snilld! Vona að ég verði samt búin að verða mér úti hann áður- get ekki beðið mikið lengur! haha... væri samt sjúklega týpískt að ég fýli hann svo ekki eftir alla þessa bið!

   Eyða