Orðið sem ekki má segja| Meistaramánuður

Ég held það sé nokkuð ljóst að meistaramánuður er gengin í garð. Við mikinn fögnuð og ófögnuð. Mér virðist sem facebook vinnir mínir skiptist að minnsta kosti í tvær fylkingar: annars vegar þeir sem ætla að rúlla meistaramánuði upp og hins vegar þeir sem virðast bókstaflega vera með ofnæmi fyrir meistaramánuði. 
Meistaramánuður vekur upp hjá mér óþægilegan kvíða- það togast tvö öfl á innra með mér; önnur röddin bendir mér góðlátlega á að samkvæmt allir heilbrigðri skynsemi ætti ég að vera að taka þátt í meistaramánuði og rækta líkama og sál (enda ekki vanþörf á) en hin röddin, sem er ívið háværari, hrópar stöðugt að mér að meistaramánuðurinn sé bara enn einn hluturinn sem ég mun byrja á en ekki geta klárað. 


Ég á ekki að þurfa neinn mánuð til að segja mér að rækta sjálfa mig, og mér á ekki að þurfa að líða eins og úrhraki ef ég tek ekki þátt. En það er nú samt þannig (það er allan daginn mitt vandamál, ég veit). Og ég veit, ég veit, meistaramánuður á bara að vera byrjun, gott start til að þrýsta manni á veg heilbrigðisins- en ég veit í hjarta mér að margir nýta þennan mánuð einungis til að sefa samviskuna, til að róa uppsafnað samviskubit allra hinna mánuða ársins- og um leið og október líður undir lok bíða verðlaun í formi óhollustu og margra daga sófakúrs. Hver var þá ávinningurinn?
En sem betur fer á ég frábæran kærasta, sem er oftast aðeins meira niðri á jörðinni en ég. Hann minnti mig góðlátlega á það í dag að þetta snýrt ekki endilega um að kollvarpa lífstílnum sínum, að setja blátt bann við öllu sem gæti talist hinn minnsti munaður og að standa einhverstaðar með gúrku í annarri og lóð í hinni á meðan tárin trítla niður kinnarnar. (Þið sjáið að ég er búin að mála heilbrigað lífstíl sem einhverja ósigrandi ófreskju- sem er mesta bullið auðvitað).

Þetta er ekki flókið- ég hef þegar hætt að borða hvítt hveiti, hef ekki lagt mér það til munns síðan um áramót og ég er vön að borða næringarríkan morgunmat- svo það er ekki eins og ég sé í tómu tjóni. En þá er það fljótandi sykurinn... ohhh hvað er með þennan sykur samt? Svona djóklaust? 


Græna sullið sem ég drekk alla morgna:
- Handfylli spínat
- Góð sneið af ferskum ananas
- Góður bátur af fersku mangó
- 1 msk chia fræ
- 1 msk hveitigrasduft
- Smá skvetta af sítrónusafa
- Þynnt út/fyllt upp með 100% kókosvatni eða venjulegu vatni.


Mæli svo með hálfum banana út í til að hafa hann aðeins meira mettandi. Svo tek ég lýsi og Chlorella töflur með- ofurfæðan frá Sollu er víst kraftaverkum líkust.


Markmið: 
- Hætta að drekka gos.
- Sinna þessum seinustu metrum af náminum mínu af áhuga og kappi.

- Vera jákvæð, finna það besta í öllum aðstæðum og öllum manneskjum. 

Þessi markmið einskorðast ekki við október- og ekki við meistaramánuð. En þessi mánuður, þar sem svo margir eru í sama pakkanum, að berjast við sömu djöflana- er tilvalin byrjun til þess að mynda sér vana. Það tekur jú víst bara 21 dag að búa til vana og hvað er meiri hvatning en að fylgjast með öðrum vinna hvern sigurinn á fætur öðrum út mánuðinn?


Katrín María


16 ummæli :

 1. Þú ert svo mikill snillingur, elska þig dúllan mín <3

  SvaraEyða
 2. Líst brjálæðislega vel á þessi markmið þín og ég er svo sammála að þetta eigi auðvitað ekki að einskorðast við einhvern einn mánuð. Nú ertu búin að hvetja mig til að gera minn eigin lista, vel gert þú! :)
  P.s. Loveu&missu

  SvaraEyða
  Svör
  1. Vúhú! Gleðilegt að heyra :)
   Ást og allt of mikið sakn til baka <3

   Eyða
 3. Ásthildur Margrét1. október 2013 kl. 16:10

  Svo sammála þér frænka! Þetta annars frábæra hugtak meistaramánuðurinn á einmitt bara að vera skref í átt að einhverju betra í hegðun manns eða venjum. Það hvað allir ætla að taka þetta með trompi og sleppa ÖLLU í heilan mánuð, eða fara í ræktina á HVERJUM degi í heilan mánuð, eða lesa 10 bækur hræðir mann smá. Þá er bara að minna sig á að tilgangurinn með þessu (eins og ég skil hugmyndina) á einmitt að vera breyttur lífsstíl til frambúðar, þ.e. eitthvað maður treystir sér til að gera í nóvember líka ;) Enda finnst mér flottustu markmiðin sem snúa að viðhorfum til lífsins og tilverunnar, las t.d. eitt um að hlæja meira og finnst það snilld. Eða eins og Silja bloggaði svo frábærlega um, markmiðið að vera "besta útgáfan af sjálfri sér".

  Þú skrifaðir að þú vildir ekki byrja á einhverju sem þú getur ekki klárað. Þú ert strax farin að hugsa um alltof stór og umfangsmikil markmið, maður verður aldrei ánægður með sjálfan sig þannig. Höldum okkur raunhæfu megin við línuna þrátt fyrir alla facebook statusana um að sigra heiminn með látum ;)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Algjörlega! Mín fyrsta hugsun var auðvitað sú að eitthvað ómögulegt væri í vændum, miðað við hversu hátt fólk stefnir yfirleitt (sem er að sjálfsögðu frábært og vonandi tekst öllum að ná markmiðum sínum, en það hentar vissulega ekki öllum).
   Ég var mjög ánægð að átta mig á því að þó markmiðin mín séu ekki þau stærstu þá eru öll skref fram á við auðvitað jákvæð og velkomin.

   Eyða
 4. Vá hvað ég er mikið sammála ykkur. Ég held einmitt að meistaramánuðurinn geti verið mjög skemmtileg áskorun ef maður fer að þessu með sínu eigin hætti.
  Til dæmis er mitt helsta markmið í október að taka oftar lýsi á morgnanna og ég er geðveikt spennt að sjá hvort það takist ekki hjá mér.
  Svo verð ég að prófa þennan fáránlega girnilega smoothie við fyrsta tækifæri, hann hljómar einum of vel!
  Önnur markmið verða svo að eiga við um lengri tíma svo þau virki :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nákvæmlega :) Mér finnst þitt markmið frábært! Það eru oft svona litlar breytingar sem geta haft rosalega mikið að segja!

   Eyða
 5. Þú ert svo dugleg og sæt og krúttleg! Ég var með ofnæmi fyrir meistaramánuð þangað til ég las þetta, þú ert snilli <3

  SvaraEyða
 6. Æi, ég skrifaði komment sem ég sé núna að fór bara einhvert út í buskann. Auðvitað eigum við ekki að þurfa „einhvern mánuð“ til þess að sinna og rækta okkur sjálf, en því miður er það þannig. Mér allavega finnst Meistaramánuðurinn góð hvatning og guð, ég þarf á henni að halda! Mér finnst samt misskilningur að þetta snúist um að þátttakendur byrji allt í einu á ströngu paleo matarræði og að æfa eins og afreksíþróttamenn, píni sjálfa sig í einn mánuð til að sefa samviskuna fyrir hina ellefu. Það er ekki vænlegt til árangurs að neinu leyti. Fyrir mér snýst þetta um að setja sér raunhæf markmið og skapa sér nýjar, góðar venjur. Vera besta útgáfan af sjálfri mér, ég á nefnilega til að gleyma því í önnum hversdagsins.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já nákvæmlega! Ég var allt of föst í þessu fyrra hugarfari, þangað til ég var dregin niður á jörðina- þessi mánuður er frábær hvatning :)

   Eyða
 7. Þetta eru mjög góðar pælingar hjá þér engill!! :-)

  SvaraEyða
 8. Sammála þér með meistaramánuðinn.. ég hef tekið hann með trompi og það gekk bara ekki, ég gafst upp eftir svona 2 vikur. Núna setti ég mér það markmið að hætta að drekka kók í október og athuga hvort mér tækist það. Ég er búin að vera án þess í rúma viku og get ekki sagt að ég sakni þess :) Ég var líka með það markmið að vera alltaf kát og glöð en hafði það líka með að það þyrfti ekki ef það ætti ekki við, í einhverjum vissum aðstæðum! haha.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já nákvæmlega! Það er greinilega vænlegast til vinnings að sníða markmiðin að sjálfum sér- því það dregur bara úr manni ef maður setur sér óraunhæf markmið og mistekst svo; þá verður maður eitthvað svo leiður út í sjálfan sig!

   En til hamingju með kóklausa viku- það er frábært! :D Ég er einmitt í sama pakkanum, blessaða kókið er eins og eiturlyf- svo ávanabindandi.

   Eyða