Augabrúnir| Með og án

Augabrúnir ramma andlitið, augabrúnir eru systur ekki tvíburar, augabrúnir augabrúnir augabrúnir.
Ef það er eitthvað sem ég hef lært um augabrúnir, er það að þær eru mjög mikilvægur partur í förðunarrútínunni- sama hvort þú sért með dökkar, ljósar, ósýnilegar, þykkar eða þunnar- það hafa allir gott af því að fylla þær örlítið inn ef menn eru á annaðborð að detta í förðunargírinn.

Munurinn:

Að mínu mati er þetta frekar mikill munur


Ég nota:
- e.l.f. eyebrow kit í dark eða medium: Í þessu setti er annarsvegar litað gel og hins vegar léttlitað púður til að festa gelið, sjá til þess að það klínist ekki um allt (það svosem er alveg kjurrt án púðursins) en púðrið hjálpar líka til við að fylla augabrúnirnar aðeins betur inn. 
Ég nota gelið mest til að "teikna" útlínur brúnanna, fylli þær svo inn með afganginum af gelinu sem er á burstanum- og því næst nota ég púðrið til að fylla þær inn endanlega.

Augabrúnir eru systur, ekki tvíburar- þær þurfa ekki að vera nákvæmlega eins upp á millimeter, fæstir eru með eins augabrúnir báðum megin- við lærum bara að lifa með því eins og öðru. 

e.l.f. eyebrow kit

Að lokum skal hafa í huga að allt er gott í hófi.

Katrín María


Engin ummæli :

Skrifa ummæli