Gestablogg| Júlíana Haraldsdóttir

Júlíana vinkona mín gerðist svo elskuleg að skella í gestablogg fyrir síðuna, hún er auðvitað heiðursgestur hér þar sem hún var einu sinni annar tveggja bloggara á Glimmer og Gleði. 

Hún skellti í fallegt og fljótleg haustlúkk.
Það er aldeilis viðeigandi þegar tekið er að myrkva og kólna á landinu okkar.
Einn augnskuggi, einn varalitur- gerist ekki mikið fljótlegra- en er að sama skapi haustlegt og seiðandi.

Augu
- Primer
- Dökk brúnn augnskuggi úr þriggjalita palettu frá NYX
- NYX Jumbo blýantur í Black Bean
- Telescopic maskari frá Lancome

Andlit
- Wake me up foundation frá Rimmel London
- Stay Matte púður frá Rimmel London
- Sleek Contour&Highlight duo

Varir
- Perfect Plum frá Maybelline


Meiriháttar- tilvalið fyrir fólk á hraðferð sem vill gera eitthvað extra!

Minni á að hver sá sem hefur áhuga má hafa samband við mig og er meira en velkomið að vera með gestalúkk. Það væri rosa gaman- ef einhver þorir :)
Ég hef meira gaman af því að líta á Glimmer & Gleði sem lítið samfélag, frekar en að þetta sé bara ég að þykjast vera viskubrunnur.
Ég veit fátt skemmtilegra en það þegar það myndast umræður í kommentunum hjá mér þar sem fólk er að spjalla saman, gefa hvoru öðru ábendingar og segja sínar skoðanir/ upplifanir á hlutunum. Meira svoleiðis! 

Katrín María 


Engin ummæli :

Skrifa ummæli