Að nýta púður-afganga| DIY

Sælt veri fólkið!
Könnumst við ekki öll við að nota púður alveg þar til ekkert er eftir nema hliðarnar, þá gefst maður fljótlega upp og ég að minnsta kosti- kaupi nýtt.
Þetta á þá sérstaklega við um ódýr púður, eins og Rimmel Stay Matte sem er eitt af mínum uppáhalds, það er bara svo freistandi að splæsa alltaf í nýtt þegar þau gömlu eru orðin nánast ónothæf því þau eru svo ótrúlega ódýr. Ég hendi samt aldrei dollunum (alltaf svona ef eitthvað kæmi upp á... ef væri að nálgast heimsendir og mig sárvantaði púður en gæti ekki keypt nýtt... ef ég týndi aðal púðrinu mínu og væri í aðstæðum sem krefðust þess lífsnauðsynlega að ég notaði andlitspúður, þá gæti ég allavega skrapað upp afganginn úr gömlum dollum). Og þið vitið... allar þessar hræðilegu aðstæður sem í fyrsta lagi munu aldrei renna upp og í öðru lagi eru ekkert hræðilegar. Ég held að andlitspúður eigi seint eftir að bjarga lífi mínu. 


En það er engu að síður frábær hugmynd, ef maður er þessi týpa sem klárar aldrei alveg úr dollunni, að henda þeim ekki- heldur geyma þær þar til maður á nóg til að búa til "nýtt" púður! 

Svona skal fara að:

1. Safnið púðurafgöngunum ykkar saman á einn stað.
2. Brjótið þau upp úr dollunni.
3. Setjið púðurbitana í ílát (t.d. glas)
4. Myljið/hrærið púðrið þar til það verður að dufti.

5. Hellið svoltið af e.l.f. daily brush cleaner útí og hrærið saman þar til þið fáið einskonar mauk.
6. Setjið maukið í eina af gömlu dollunum.
7. Leggið efnisbút yfir dolluna (best ef það er einhverskonar koddaver/sængurver eða þessháttar. Þrýstið mjög vel ofan á maukið með einhverju flötu sem passar nokkurn veginn akkúrat ofan í dolluna, leyndarmálið er að þjappa nógu vel, svo það haldist vel saman. (Mæli með að setja klósettpappír/eldhúspappír ofan á efnisbútinn áður en þrýst er niður, þetta hjálpar til við að drekka upp allan auka vökva, og hraðar þannig þornunar-ferlinu).


Látið standa í 2-5 klst (fer eftir alkóhómagni í vökvanum sem þið notið, því meira alkóhól, því hraðar þornar púðrið). Ég nota e.l.f. daglegan burstahreinsi því hann þornar hratt (út af alkóhóli) og er ekki agressífur á húðina, þar sem hann er auðvitað ætlaður á áhöld sem notuð eru á andlit). 

Og voila! Full dolla af auðnýtanlegu púðri :) 


Katrín María
Glimmer & Gleði á facebook!

1 ummæli :