Uppáhalds| Júní 2013

Jæja! Loksins loksins loksins!
Stundum þarf maður bara smá pásu til að finna andagiftina, vona að þetta bloggleysi hafi verið einsdæmi!

Hér fáið þið að sjá uppáhalds vörurnar mínar seinasta rúma mánuðinn eða svo- flest eitthvað sem ég hef notað stanslaust!

Er búin að teygja mig mjööög mikið í Coralista kinnalitinn undanfarna tvo mánuði, og Benefit highbeam var ansi mikið notaður í lok maí/ byrjun júní. Bæði frábærar vörur- Coralista er ekkert of litríkur, mjög einfaldur og sumarlegur til að skella á fyrir smá "líf í kinnum"! High Beam er auðvitað GORG! 

Naked Basics hefur fenigð mikla ást- strax komin niður í botn á einum skugganum og aðrir hafa fengið að njóta sín líka. Besta "everyday" palettan auk þess sem skuggarnir eru fullkomnir í hverskonar blöndun sem maður gæti staðið í!

Lorac Pro- ég veit ekki hvar ég á að byrja... þessi paletta er undur! Komin til botns í allavega tveimur skuggum og er langt komin með svona 3 eða 4 til viðbótar. Veit ekki hvað ég geri þegar hún klárast, nota hana á hverjum einasta degi. Hef aaaaldrei komist í tæri við augnskugga sem er svona auðvelt að blanda og leika sér með!

Þessi kinnalita paletta frá BH cosmetics hefur dúkkað aðeins upp aftur hjá mér seinustu vikurnar, bara svo fáránlega þægilegt að teygja sig í og blanda sér lit eftir hentusemi :)

Nyx Matte Bronzer hefur verið aðal skyggingarpúðrið mitt undanferið. Fáránlega auðvelt að vinna með og kemur vel út. Vara samt við að þetta púður er sjúklega pigmented, sem þýðir að "a little goes a long way"!!

Hef verið að elska þetta e.l.f. HD Undereye setting powder til að púðra yfir baugahyljarann- minnir um margt á e.l.f. venjulega HD púðrið, nema í þessu eru örlitlar glimmer-eindir til að birta enn frekar upp svæðið undir augunum. 

Chanel- Soleil Tan De Chanel köku bronzerinn er tiltölulega nýr í safninu en kemst strax inn á uppáhalds listann þar sem ég hef notað hann non stop síðan ég keypti hann. Þetta er eins konar krem bronzing grunnur (þó ég noti þetta að vísu eitt og sér, sem og flestir sem ég þekki til) og ég nota þetta bara til að bronza upp á mér andlitið fyrir daginn. Hef verið að nota þetta í staðinn fyrir Delicé de poudre frá Borjouis. LOVE IT! Svo er líka bara svo fancy að eiga high-end makeup (er ekki vön).

NYX mósaík highlighter púðrið- seinustu þrjár vikurnar eða svo hef ég ekki notað neitt nema þennan highlighter (nema þegar ég er að vinna, þá stelst ég alltaf í Tease gel highlighterinn frá Estée Lauder) og þetta hefur verið að virka bara svona sjúklega vel :) Gefur fallegan og ekki of ýktan gljáa, er jafnfram þægilega náttúrulegt og einfalt í notkun.

THIS AGAIN? Jább... hef enn og aftur verið sjúk í Bourjois Healthy Mix Serum meikið mitt og hef notað það meira en BB kremið mitt undanfarið (sem er skrítið því það er sumar), en þessi fljótandi farði er bara svo ótrúlega léttur og þægilegur, ekki of mikið coverage en nóg. Það er talað um hann sem dupe fyrir Chanel Vita Lumiére Aqua, sem ég er svona semí sammála- þó að Chanel meikið sé ívið mjúkara í ásetningu- svolítið eins og silki, saumað í himnaríki. Get ekki beðið eftir að eignast það! En þetta dugar í bili (og gott betur en það!) Mæli með!

Burstar mánaðarins verða klárlega þessir tveir, basic stippling bursti í fljótandi farðann og svo Real Techniques contour burstinn fyrir undereye setting púðrið. Gera líf mitt töluvert einfaldara á morgnana!

Þessi primer frá MAC er notaður á hverjum einasta degi á þessu heimili, prufaði að sleppa honum nokkrum sinnum um daginn og fann heeeilmikinn mun á því hvernig meikið entist út daginn, þetta hjálpar s.s. til við að láta meikið endast sem og auðveldar ásetningu. 

Mascara kombó mánaðarins eru svo þessir tveir frá Rimmel, Lash Acceleratir og Scandaleyes. Líklega einungis vegna þess að ekkert annað var í boði. En þeir stóðu sig bara þokkalega vel. Er sérlega hrifin af scandal eyes (eins og ég þoldi hann ekki fyrst!) 


En við segjum þetta gott í bili!
Good to be back.

-Kata1 ummæli :

 1. Ég keypti bourjois healthy mix meikið fyrir nokkrum vikum, fannst þetta mjög gott meik sérstaklega í ljósi þess að þetta er svona "drugstore" meik, en ég hef alltaf splæst í mig dýrum meikum, aldrei keypt "drugstore". Ég fékk hinsvegar svo 2-3 bólur, veit ekki hvort það var útaf meikinu eða bara stress og svona. Var ekki e-rjir sem hafa kvartað undan því að hafa fengið bólur af þessu meiki á jútúb kommentum, eða er mig að misminna? En svo eru þau búin að búa til annað meik út frá þessu meiki, hef heyrt að sumum finnst það betra.

  Ég var annars að splæsa á mig Nars sheer glow, fannst pínu óþæginlegt að kaupa af netinu dýrt meik án þess að prufa litinn á mér en hann var einmitt aðeins of gulur fannst mér. Ég blandaði bara Bourjois meikinu við. Ég hef hinsvegar lent stundum í því að fá svona þurrkubletti í framan þegar ég er með meik, verð s.s. flekkótt eftir einhvern tíma! Veistu hvort það er því ég er ekki bíð ekki nógu lengi frá því ég set á mig krem og set á mig meik eða er það því ég þarf að nota alltaf primer? Eða er það e-ð annað? Hefuru lent í þessu?

  En það væri allavega gaman ef þú gætir bætt þeim upplýsingum við hvar þú kaupir vörurnar þínar, því það er gott að vita hvort þú keyptir þær á netinu eða heima og ef heima, hvaða verslun er að selja vörurnar.

  Svo væri gaman að sjá e-ð daily makeup routine eða s.s. þær vörur sem þú notar daglega eða e-ð svona can't live without vörur.

  kv. Heiðrún B.

  SvaraEyða