"Haul"| Nýtt í safninu!

HæHæ!
Ég spurði ykkur um daginn á facebook hvort þið vilduð sjá annað snyrtivöru "haul" á blogginu því ég var svo sjúklega dekruð af lesanda um daginn að ég fékk annan pakka af snyrtivörum óvænt! :D
Það voru allmargir sem vildu fá að sjá hvað bættist í safnið, svo hér er bloggið!
(Ég vona að ég sé ekki að gleyma neinu, er búin að fá svo mikið og búin að vera að leika mér með allt saman að ég man ekki lengur alveg hvað kom um daginn og hvað er nýtt! En hérna er allavega það sem ég veit fyrir víst að var í seinasta pakkanum:


Fékk annan Lioele l'Crét Magic varalit  frá henni!!! Þessi er gulur og verður svona ferskju/baby bleikur, svipað og sést þarna á myndinni. Sjúk í þessa- þeir eru líka mjúkir og rakagefandi eins og varasalvar svo þetta er einskonar 2 in 1 :)
Sleek kinnalitur í litnum Sunrise- Dökk rósrauður litur með helling af gylltu ívafi! Hann er mjög dökkur svo ég hef ekkert almennilega prófað hann, en hlakka til að prófa hann næsta vetur þegar maður fer aftur í þyngri og dekkri litina :) 

Ég fékk uppáhalds bronzerinn minn! Þessi er meira að segja einu númeri dekkri en þessi sem ég á (og er að verða búin með) sem er kærkomið því hinn er á mörkunum að vera of dökkur. Var mjög glöð að sjá þennan í pakkanum þar sem minn fer alveg að klárast!

Stila collectible beach palette no. 5- Sjúúúklega falleg paletta, elska litina og elska pigmentið! Kinnalitur (seashell), highlighter/bronzer (pacific coast highway) og fjórir sjúkir augnskuggar ( sand dollar, sunset, cove og bonfire). 

Annað box frá Benefit! World famous neturals- fjórir geggjaðir augnskuggar ( call my buff, kiss me i'm tipsy, it's complicated og gilt-y pleasure) Er sjúk í litina! Og með eru tveir kremaugnskuggar/grunnar, sá efri heitir my two cents og sá neðri birthday suit. Búin að leika mér aaaansi mikið með þetta litla box!

Fékk 6 varaliti! Tvo úr Kate Moss línunni frá Rimmel- nr. 8 og 19- sjúklega fallegir nude litir. Svo fékk ég tvo frá Makeup Geek (Adorable og Innocent) báðir fallega bleikir nude litir og að lokum litinn Coral Reef frá Sleek makeup (neðst í vinstra horninu) og það sést ekki á myndinni, en hann er neon kóral/ferskju bleikur- gegggjaður! Verður mögulega sumarliturinn minn í ár! 

MAC augnskuggatríó í "threesome"- ótrúlega fallegir litir. Einnig þykir mér bara sérstaklega vænt um þetta því ég á lítið sem ekkert frá MAC (á núna í heildina 3 vörur og mér voru gefnar þær allar!) en ég er voða skotin í þessu pínkuponsu litla safni mínu sem á vonandi eftir að byggjast eitthvað upp! 

NYX krem kinnalitur í litnum Rose Petal- fallega rósableikur litur- fullkomið fyrir sumarið til að fá svona "glowing" húð og falleg yfirbragð (flott fyrir þurru húðina mína!)

Stay Matte púður í translucent- við vitum öll að þetta er uppáhaldið mitt! Var að skafa restarnar úr gömlu dollunum mínum svo þetta var himnasending!

e.l.f. highlighting og concealer duo- hef lengi verið hrifin af þessum hyljara og farið í gegnum þónokkra- sérstaklega gott til að birta yfir augnsvæðinu!

Og síðast er líklega það besta!!! Fullkomið burstasett frá Sedona Lace (sem er uppáhaldsbursta-framleiðandinn minn í augnablikinu). Gaaat ekki verið ánægðari! Vantaði svo að eiga backup bursta af mínum uppáhalds augn- og andlitsburstum- maður á aldrei of mikið af burstum og ég er sjúk í þessa alla. Nokkrir sem ég hef ekki átt áður og voru sko aldeilis kærkomnir í safnið! :D 


Ég held ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að þetta sé komið! (Ég skelli þá restinni inn ef ég man skyndilega að ég gleymdi einhverju).
Er himinlifandi- enn og aftur á ég í erfiðleikum með að þakka fyrir mig, en ég man að daginn sem ég fékk þetta var margt að ganga á afturfótunum og þessi óvænta sending gladdi mig svo óendanlega mikið<3

Jæja- þið eruð öll best!

-Kata
Glimmer og Gleði á facebook!

1 ummæli :

  1. Já svo sannarlega! Ég er ekkert smá kát :D

    En já frábært að heyra, ég er einmitt sjúk í matta liti! Þarf að fara að skoða þessar wet'n'wild palettur betur- gott að þú ert að fýla þær :D

    SvaraEyða