Uppáhalds| Mars 2013

Já halló! Veit ekki hvort þið munið eftir mér, en ég rek þetta elsku blogg.
Afsakanalistinn:
- Páskarnir einkenndust af nokkursskonar alkóhól-baði (lítið bloggað í gegnum drykkjuna/þynnkuna)
- Daginn sem ég kom heim eftir páska varð ég fárveik og steinlá í um viku.
- Vaknaði svo upp við vondan draum úr veikindum og áttaði mig á að öll verkefni annarinnar skulu komast til skila á einhverjum tveggja vikna tímaramma.
- Þá fór vika í að leyfa frestunaráráttunni að njóta sín, en það gefst auðvitað engin tími til að blogga þegar maður er á fullu að fresta lærdómnum.
- Svo tók pressan við og verkefnin eru farin að skila sér eitt af öðru, þó nokkur séu að vísu eftir.
- Næst á dagskrá: Lokapróf með öllu tilheyrandi.

Fann mig knúna til að skella inn einu bloggi svona á milli stríða. Og hvað er betra en hálfum mánuði of seint uppáhaldsblogg? Fátt.
--------------------------------------------------------

Fjúh! Þá er það frá! Uppáhalds vörurnar mínar í mars voru eftirfarandi:
Lorac Pro palettan- Er búin að nota hana óspart síðan ég eignaðist hana. Algjört himnaríki að blanda þessum augnskuggum á augnlokið, fyrir utan að hún býður upp á allt sem maður mögulega þarf! 8 mattir og 8 shimmer skuggar, allir algjört gúrm! (Þoli samt ekki hvað hún verður skítug!)

NYX- Kinnalitur í litnum Taupe, held alveg örugglega að hann hafi verið líka í seinasta uppáhalds bloggi, en ég nota þetta til að skyggja andlitið og er bara svo ótrúlega hrifin af honum að hann verður að fá að vera aftur í uppáhalds!

e.l.f. eyebrow kit- veit þið hafið einnig séð þetta margoft, en þetta verður alltaf mitt allra mesta augabrúna-uppáhald! Mikilvægt að fylla og móta augabrúnirnar, setur algjörlega svipinn á mann!

Bobbi Brown corrector í litnum Porcelain Bisque- fékk þennan sendan frá lesanda, henni Sigrúnu en hún sendi mér pakka með allskonar snyrtivörum um daginn! Var í sjokki yfir þessu öllu saman og vörurnar hafa sannarlega komið að góðum notum. Nota þennan hyljara undir augun á hverjum degi. Elska hvað hann er ljós, svo hann hylur og highlightar á sama tíma. Elskann!

Milani Baked Blush í litnum Rose D'Oro- Keypti þennan á skít og kanil frá cherryculture um daginn því ég hafði heyrt að hann líktis Stereo Rose frá MAC, og líka bara því mig langaði að prófa Milani Baked kinnalitina. Hann er víst ekki nákvæmlega eins og Stereo Rose, þó þeir séu keimlíkir, en ég er sjúk í þennan samt. Fullkominn blush/highlighter fyrir sumar. Gefur fallegt glow og smá lit með :)Bourjois Healthy Mix Serum- Ég veit ég veit! Var með þetta í seinasta uppáhalds líka, en kemst bara engan veginn yfir hvað þetta er fallegt á húðinni. Ótrúlega létt og frísklegt, og maður er bara eitthvað extra healthy looking! Mæli þó ekki með því fyrir þá sem vilja full coverage, því þetta þekur bara mjög lauslega. Love it!

Rimmel Match Perfection- Lauma þessu hér inn, ekki í fyrsta skiptið, því ég enduruppgötvaði hvað þetta er æðislegt þegar ég fór að nota meik. BB kremið er svo ljóst og þekur svo vel bauga að ég þurfti ekkert sjúklega mikið á þessu að halda, og sá aldrei mikið highlight effect. En á dökkum bakgrunni (meikið er dekkra en BB kremið) þá highlightar þetta svo vel og gefur andlitinu svona flott dimension!MAC Prem+Prime Fortified Skin Enhancer í Neutralize- Fékk þetta líka í pakkanum frá Sigrúnu og er búin að nota þetta daglega! Svo fyndið hvað primer getur skipt miklu máli, bæði auðveldar manni að setja á sig farðann og svo verður maður einhvern veginn meira glowy og sléttur. Hef aldrei átt svona high-end primer, en finnst núna erfitt að ímynda mér að eiga ekki einn slíkan. Besta varakombó mánaðarins= NYX round lipstick í Eros og Pure Red með svörtum eyeliner yst og Deep Red lipliner til að blanda. Ombré-ish varir! Keypti Eros á Cherryculture (mæli með því að kíkja á NYX vörur þar!) En fékk Pure Red og Deep Red liplinerinn frá Sigrúnu :D

Deadly varakombóið!
YoloSwag krakkar, it's been real!
- Katrín María
Glimmer og gleði á facebook!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli