Uppáhalds| Apríl 2013

Hæhó!
Jæja, aðeins rétt rúmar tvær vikur síðan ég gerði Mars uppáhalds, en ég vil bara halda mig við planið og skelli því inn nýju uppáhaldsbloggi núna :)
Það vill til að ýmislegt hefur bæst í safnið mitt síðan ég gerði seinasta uppáhaldsblogg og þó ég sé sjálf engin sérstakur fylgjandi þess að fólk setji snyrtivörur í uppáhalds bloggin sín sem það er bara nýbúið að fá og ekki búið að prufukeyra almennilega, þá eru samt nokkrir af nýju hlutun sem ég er alltaf að teygja mig í, síendurtekið- og því finnst mér alveg í lagi að segja ykkur frá þeim.Ég á reyndar ennþá eftir að leika mér almennilega með mikið af nýja dótinu, en hérna er svona það helsta sem hefur veirð í uppáhaldi- ásamt öðrum vörum sem ég hef átt lengi og verið að enduruppgötva seinasta mánuðinn!


e.l.f. baked blush í litnum pinktastic- Þessi er nýr og ég hef verið að nota hann undanfarið sem highlighter og hann er óendanlega fallegur! Svona kampavíns-shimmer með bleikri slikju. Kemur rosalega vel út! 

Maybelline Color Tatto í litnum Tough as Taupe- hef verið að skella þessum yfir allt augnlokið þegar ég er á hraðferð... setur smá svona yfir allt augnlokið- tekur svo blöndunarbursta og blandar örlítið út á við, setur smá eyeliner og þá er maður eiginlega komið með einfalt smokey á innan við mínútu. Toppnæs!

NYX Push-Up Bra For Your Eyebrow- hef verið að nota húðlitaða endann á þessu á neðri vatnslínuna, opnar augun og lætur mann virðast meira vakandi, sérstaklega gott þegar maður er með sumarpirring í augunum og þau eru rauð. Ekki jafn harsh og snæhvítur eyeliner. Upprunalega er þetta ætlað sem augnbrúna highlighter - en virkar í hvað sem er :) 

Rimmel Max Volume Flash- var alls ekki hrifin af þessum þegar ég fékk hann fyrst, en það er eins og með flesta aðra maskara- ég fýla þá aldrei almennilega fyrr en þeir hafa fengið að þorna í nokkrar vikur. Og nú finnst mér þessi snilld, veitir svona náttúrulegt look- fínt þegar maður vill ekki of dramatískt lúkk og er hálf-ómálaður. 

NYX Round Lipstick í litnum Indian Pink- Þessi er nýr og ég er sjúk í hann! Ótrúlega fallegur Nude-peachy bleikur! Geðveikt auðveldur í notkun og low maintenance, líka ótrúlega fallegur fyrir sumarið, meira muted og low key þannig að hann er einmitt flottur fyrir þá sem eru að pota sér í átt að skærari litunum en vilja byrja smátt :)

Lioele Triple The Solution BB kremið- Alltaf kemur þessi elska til baka! En ég hef undanfarið verið að nota Borjouis meikið mitt svo mikið og BB kremið hefur svona aðeins setið á hakanum á meðan. En svo fór ég að nota það aftur og mundi auðvitað samstundis afhverju ég notaði ekkert annað í um það bil ár! Sérstkaklega fínt ef við förum eitthvað að detta inn í sumarið á næstunni!

Revlon naglalakk í litnum Jaded- ótrúlega fallegur myntugrænn sem ég er eiginlega búin að vera sjúk í síðan fyrir páska! Búin að eiga það í 2-3 ár en er bara nýfarin að nota það eitthvað að viti, ennþá eins og nýtt og liturinn er svo fallegur- grípur alltaf athygli manns þegar hann er á nöglunum!

Real Techniques contour burstinn- nota þennan í e.l.f. HD púðrið mitt til að setja yfir baugahyljara undir augunum. Svo fullkominn í þetta verk, kemur fallega út og minnkar "hrukkumyndun" af völdum hyljarans undir augunum. Gott að hafa svona minni bursta sem passar almennilega undir augun til að þjappa púðrinu vel yfir hyljarann!
Hver var ykkar uppáhalds snyrtivara seinasta mánuðinn?
Endilega segið frá!

- Katrín María 5 ummæli :

 1. Hvar keyptiru NYX varalitinn ? :)

  SvaraEyða
 2. Mitt uppáhald er þetta: http://thumbs3.ebaystatic.com/d/l225/m/m3wOlxSyU9C0hWM8SWsQjnA.jpg
  Fann loksins BB krem sem er nógu ljóst fyrir mig :)

  Svo elska ég líka: http://i.ebayimg.com/t/1-L-A-COLORS-MINERAL-PRESSED-POWDER-LONG-LASTING-LA-COLORS-PICK-ANY-1-COLOR-/00/s/NzUwWDc1MA==/$(KGrHqF,!o0E-v8dq4S4BP74cgVMUQ~~60_35.JPG
  Snilldar púður sem er ekki alveg matt og flatt heldur smá luminessence en þó ekki glimmer...skilst að MAC skinfinich natural sé svipað. Nota þetta líka sem grunn-augnskugga yfir allt augnlokið upp að augabrúnum.

  Einnig er Sleek palettan í Storm í algjöru uppáhaldi: http://cosmetic-candy.com/wp-content/uploads/2009/10/sleek-idivine-palette-in-storm.jpg
  Ljósbrúni liturinn er fullkominn crease litur fyrir mig.

  og síðast en ekki síst þá gæti ég ekki lifað án: http://beautyhoohaa.files.wordpress.com/2010/02/loreal_mascara_review.jpg
  í blackest black.

  Foreldrar mínir eru svo væntalegir frá USA og verða með þetta í töskunni handa mér: http://4.bp.blogspot.com/_XNY_fgTdS9k/TSGcc7uQJ1I/AAAAAAAAHRw/rT2ntSHkF6o/s1600/Wet+n+Wild+Color+Icon+Eyeshadow+Collection+2011+1.jpg
  og hef ég sterkan grun um að þær eigi eftir að vera næsta uppáhald ;)

  SvaraEyða
 3. Heyrðu ég kaupi NYX á www.cherryculture.com -- sjúklega ódýrir :D
  Og já ég eeelska Sleek! Langar í allar paletturnar haha!
  Langar mikið að prófa þennan maskara, notaði hann á stelpu sem ég var að mála um dagninn og hann virtist geggjaður!

  Og þú verður að segja mér hvernig Wet'n'Wild paletturnar eru, langar sjúklega að prófa þær!!

  SvaraEyða
 4. Mikið ertu falleg, dökka hárið fer þér rosalega vel!

  Bestu kveðjur frá Svíþjóð :)

  SvaraEyða