Makeup Haul gleði! (Fullt af nýju!)

Hæhó!
Í dag var aldeilis fagnaðardagur hjá mér, ég fékk nefnilega risa pakka, stútfullan af snyrtivörum!
Það er ekki frásögufærandi nema hvað að hann er frá henni Sigrúnu, sem ég kynntist í gegnum bloggið en hún hefur verið traustur lesandi og við spjöllum svoltið saman í gegnum mail, enda báðar forfallnir snyrtivörusjúklingar og deilum svipuðum skoðunum í þessum efnum! Hún sendi mér um daginn pakka með allskonar flottum vörum sem ég var búin að sýna ykkur.
Við vorum svo að spjalla um daginn og ég ákvað að kaupa nokkrar vörur af henni sem ég var spennt fyrir og hún var að reyna að losa sig við.
Allt í góðu með þetta, ég var rosa spennt yfir öllu saman! Svo opnaði ég pakkann og þar var bara heellingur af fallegum snyrtivörum!! Það má segja að ég hafi borgað andvirði kanski tveggja eða þriggja vara úr pakkanum, og svo gaf hún mér heeeelling í viðbót!Og ég verð að sýna ykkur, er svo aaallt of spennt yfir þessu öllu saman, fyrir utan að ég veit að margar/mörg ykkar hafa gaman af svona "nýtt í safninu" bloggum.

Tropi Coral settið frá Benefit! Er búin að bíða heila eilífð eftir að prófa highbeam og eitthvað af "tint-unum" frá Benefit. Í þessu setti fæ ég svo hinn víðsfræga kinnalit Coralista og svo gloss sem lyktar eins og nammi. Hlakka svooo til að leika mér með þetta!

NYX Matte Bronzer- Þessi er búinn að vera ofarlega á óskalistanum allt of lengi, hef enn ekki tímt að splæsa í hann, alltaf eitthvað sem gengur fyrir en mikið er ég fegin að eiga hann loksins. Kem til með að nota hann til að skyggja (contouring). Hann er mjög dökkur og alveg mattur, geggjaður!

NYX Mosaic Powder- Ótrúlega fallegur kaldtónaður highligter, er hress með hvað þessi sending breikkaði highlighter safnið mitt, get farið að prófa allskonar fallegt til að fá "glow" í andlitið, veitir ekki af fyrir sumarið!

Hellingur af NYX round lipsticks! Nú er ég komin með ansi gott safn af þessum varalitum, finnst þeir svooo fallegir. Hlakka til að sporta einhverjum af þessum skæru og sumarlegur litum í sumar :) Fig, Spellbound, Blush, Indian Pink og Stella eru nú ansi sumarlegir!

Mögulega það svalasta í snyrtivörusafninu mínu í dag! Lioele L'Cret Miracle Magic Lipstick í litnum Fresh Green. Sjúklega flottur varalitur í fallegum umbúðum frá Lioele, hann er grænn að sjá en þegar maður setur hann á varirnar verður hann svona dökk-berjableikur- ótrúlega fallegur og helst sjúklega lengi á. Eitthvað mjööög spennandi við hann haha! Verð að eignast fleiri svona töfraliti!

Sigma Eyeshadow Base í litnum Persuade- hef beðið lengi eftir því að prófa augnskuggagrunnana "nýju" frá Sigma. Langaði mest af öllum í Persuade því ég á engan svona húðlitaðan grunn og þessi er víst dupe fyrir Painterly paint pot frá MAC. So far so good! Hlakka til að leika meira með hann. Elska líka pakkninguna þó hún sé chunky. 

L'Oréal Color Infallible augnskuggi í litnum Sassy Marshmallow- ótrúlega fallegur blár/hvítur duo-chromaður augnskuggi, held hann sé sjúkur í svona basic svörtu smokey. Vildi að ég ætti endalausan pening, því mig langar að öllu gríni slepptu í alla litina í þessari línu, þeir eru svo fallegir!

Makeup Geek gel eyeliner í litnum Amethyst- ótrúlega fallegur "pomegranate" fjólublár. Held hann sé sjúkur með gylltum augnskugga! Þarf líka að fara að bæta Makeup Geek vörum í safnið mitt (fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er þetta merki frá einni youtube-gúrú- skvísu, henni Marlenu og hún er með ótrúlega mikið af fallegum, ódýrum augnskuggum sem eru víst í sömu og stundum betri gæðum en MAC. Endilega googlið og sækið ykkur upplýsingar- hún er svo ótrúlega dugleg!

Stila Smudge Pot í litnum Kitten- Þessi litur er svo fallegur, minnir mig bara á brúðkaup! En þetta er s.s. augnskuggagrunnur, sé fyrir mér að þetta sé fallegt í einföld everyday look með ljósbrúnni skyggingu. Hlakka til að prufa!

Urban Decay Primer Potion- Við vitum öll að þetta er með þeim frægari og betri augnskuggagrunnum í heiminum í dag. Enda þrusugóður. Ég á einmitt engann í augnablikinu (þar sem minn rann út) þannig þetta var vel þegin viðbót í safnið. Sérstaklega þar sem ég klára augnskuggaprimer eins og ég veit ekki hvað!

NYC Sun'n'Bronz- bronzer sem virðist vera ótrúlega fallegur til að highlighta! Hlakka til að nota hann í sumar þegar ég verð búin að næla mér í smá tan!

e.l.f. baked kinnalitir í litunum Pinktastic, Rich Rose, Passion Pink, Peachy Cheeky og baked bronzer í St. Lucia. Mér finnst þeir mjög fallegir, á eftir að prófa þá á andlitinu á mér en ég er strax búin að sjá ansi flotta highligjt liti sem og fallegt "flush" fyrir kinnarnar. Held að þetta verði falleg blanda fyrir sumarið, fyrir utan að þeir eru líka örugglega flottir sem augnskuggar!

e.l.f. baked augnskuggar í litunum Enchanted, Burnt Plum, Toasted og Pixie- Hlakka til að leika mér aðeins með þessa, prófa þá á mismunandi grunnum og svona!

NYX Jumbo blýantar í litunum Cottage Cheese, Iced Mocha, Knight, Black Bean, Sparkle Nude og Gold. Augnskuggagrunnarnir umtöluðu frá NYX- ég er náttúrulega sjúk í mína sem ég átti fyrir, langt komin með þá alla og er ekkert lítið spennt að leika mér með þessa. Ótrúlega fallegir litir!

NYX varablýantar í litunum Hot Red, Ever, Nude Pink, Nectar, Peekaboo Neutral og Natural. Ég sem átti fyrir nokkrum vikum ekki einn einasta varablýant bý nú yfir ansi myndarlegu safni svo ég get skellt mér í hvernig varalitalúkk sem mér dettur í hug! :D 

e.l.f. Mineral Eye Liner í litnum Midnight og NYX Skinny Black Liner. 

Og að lokum Rimmel varalitur í Nude Pink!

Síðast en ekki síst fékk ég tvö e.l.f. eyebrow kit sem ég gleymdi að taka mynd af (og ég var akkúrat að klára mitt, heppni að ég var ekki búin að kaupa nýtt!) Og svo fékk ég NYX matte round lipstick líka.. Gleymdi að taka mynd. Svo kom meirihlutinn af þessu í leðurtösku fyrir bursta frá Sedona Lace! Stærsta og flottasta bursta taska sem ég hef átt, sem mig sárvantaði því ég er alltaf með burstana útum allt þegar ég er að ferðast milli landshluta.


Ég er vægast sagt að tapa mér úr gleði og spenningi yfir að prófa allar þessu nýju gersemar.
Verð að þakka Sigrúnu enn og aftur (þó ég sé, eins og hún veit, í stökustu vandræðum með að þakka almennilega fyrir mig) er mest bara orðlaus! Hahah! Aðeins snyrtivörusjúk... það má.

- Katrín María
Glimmer og gleði á facebook!

6 ummæli :

 1. Ohhh vá! Ég ætla svo að kaupa mér nýtt stöff um mánaðarmótin :)

  SvaraEyða
 2. Oh já það jafnast fátt á við nýtt snyrtidót í safnið!

  SvaraEyða
 3. Make up geek gel linerinn, OOOOOOOOOOH BOY!

  SvaraEyða
 4. óóómæææægooood Katrín! ég er í sjooookki! Ég verð alltaf svo glöð þegar ég heyri sögur af fólki sem er virkilega hjartahlýtt og fallegt eins og þessi unga dama Sigrún er augljóslega! Þvílík gersemi! Ég er handviss um að þessi gjöf muni halda þér á hamingjuskýjinu yfir prófatíðina! Til lukku Katrín, ég samgleðst þér mjög :D
  p.s. það væri nú ekki í vegi að fá Kristínu í smá make up session.. ég myndi ekki hata það! ( svona ef þú vilt tilbreytingu á þinu fallega fési) ;)

  SvaraEyða
 5. Ekki spurning, prófaþunglyndið mitt hvarf eins og ský fyrir sólu!
  Og þú ert jú alltaf velkomin elsku engill :*

  SvaraEyða
 6. get ekki annað sagt en ég öfunda þig sjúklega mikið núna! langar í þetta allt!
  á samt tvo af þessum kinnalitum frá elf og finnst Pinktastic vera svo yndislegur highlight! kemur svo fallega út á kinnunum á manni :D

  SvaraEyða