Andvökunótt #3

Jæja þið þekkið þetta, andvökunætur gera lítið annað en að stressa mann upp og láta mann hugsa meira en manni er hollt.
Þá er um að gera, í staðinn fyrir að liggja uppi í rúmi og vorkenna sér, yfirstressast og finna kvíðan hríslast um sig, að fara fram úr og dreifa huganum. Maður er hvort sem er líklega ekkert að fara að sofna í bráð.
Það besta sem ég geri til að dreifa huganum er að mála mig, prófa eitthvað nýtt eða dunda mér eitthvað með snyrtivörurnar mínar.
Og það gerðist í nótt, ætlaði að sýna ykkur útkomuna... og einhverjum gæti fundist þetta sóun á snyrtivörum eða tíma yfir höfuð, en ég set ekki verð á geðheilsuna og ef að tilgangslaus snyrtivörueyðsla hjálpar mér að viðhalda andlegri vellíðan er það lítil fórn :)

Og já ég er með rautt hár! Var svo klár að kaupa vitlausan lit haha :)

Allt sem ég notaði: Var að leika mér með e.l.f. augnskuggana mína sem ég geri of sjaldan. Fjórskuggapalettan er heavily pigmented! 


Ohh ég vildi að það sæist hvað blái augnskugginn í miðjunni er fallegur! Hann er svona marglitaður eftir því hvernig ljósið fellur á hann, blár/bleikur/fjólublár/hvítur einhvernveginn :)

Nenniði að koma með hugmyndir af litasamsetningum í kommentum? Má vera challenging! Vantar svo hugmyndir og langar að prófa eitthvað klikkað og krefjandi :D 

- Katrín María


8 ummæli :

 1. Ert svo mikid beip !!! Otrulega falleg fordun <3 fjolublaa litin !

  SvaraEyða
 2. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

  SvaraEyða
 3. Ótrúlega flott!
  Ég væri til í að sjá þig reyna gera svona gothic inspired make up! Með rauðum/fjólubláum og svart.. Það er kannski smá áskorun (:

  SvaraEyða
 4. Finnst þessi háralitur nú bara flottur og fer þér vel :)
  -agata

  SvaraEyða
 5. Haltu þig við þennan lit, fer þér virkilega vel!!!

  SvaraEyða
 6. Mjög flott :) Mér hefur annars sýnst þú ná að púlla ansi marga liti og litasamsetningar...spurning með að reyna gulan með t.d. bláum eða orange ;)

  SvaraEyða
 7. Takk fyrir allir :)
  Já ég er spennt fyrir þessum áskorunum! Gothic og svo gult með Bláu/appelsínugulu!
  Læt reyna á þetta :D

  SvaraEyða