Vetrardagur

Akkúrat þegar mauður þorði að vona að veturinn væri á undanhaldi lét hann aldeilis heyra í sér. Eins og líklega flestar andandi manneskjur hafa gert sér grein fyrir.
Í vondum veðrum hlakkar í mínum innri frestara, mér finnst eins og veðrið réttlæti allskonar hangs og dúllerí (þó maður viti fullvel að maður hafi nóg annað að gera sem er bæði mikilvægara og uppbyggilegra).

En ég var ekki lengi að ákveða hvernig deginum í gær yrði eytt, einn kósýdagur til eða frá? Getur ekki sakað!

Ég gerði bara það sem mér þykir allra skemmtilegast; kveikti á kertum, settist við snyrtiborðið og lét miðvikudagsþættina rúlla á meðan ég lék mér við að töfra fram eitthvað vetrarþemað lúkk í stíl við veðrið úti. (Fyrir þá forvitnu eru miðvikudagsþættirnir Pretty Little Liars, The Lying Game og Hart of Dixie)
Ég lagði í bláu litina í þetta skiptið! Vildi óska þess eftir á að hyggja að ég hefði sett hvítan eyeliner á neðri vatnslínuna, er eitthvað svo rauðeygð og þreytuleg. Þarf að fara að kaupa mér góða augndropa, allavega á meðan það er svona kalt úti. 

Hið ágætasta lúkk, kom mér á óvart þar sem ég er rosalega lítið fyrir bláa augnskugga. Það sést reyndar ekki næstum því á þessum myndum hvað lúkkið er blátt, en allir skuggarnir sem ég notaði voru mjög skærbláir/blágrænir. 

Ég vona að þið hin hafið það gott, hvernig sem viðrar.
Hvernig er ykkar "fullkomni kósýdagur"? Ef þið hefðuð slíkan dag alveg eftir ykkar höfði?

-Katrín María
Glimmer og Gleði á facebook!7 ummæli :

 1. úff hlakka til næst þegar ég kem norður í heimsókn að sjá þetta hjúts ass collection sem þú ert búin að byggja þarna í stofunni !!!

  SvaraEyða
 2. Hahah hefurðu ekkert komið eftir að ég breytti? :D
  Hlakka til að taka þig í makeover :* Komdu fljótt!

  SvaraEyða
 3. Hæ! Langar þig í Makeupgeek varalit? Fékk óvart tvo af sömu gerð svo annar er bara alveg nýr og óopnaður. :) Í litnum Adorable!

  SvaraEyða
 4. Minn fullkomni kósídagur myndi hefjast á löngu og heitu baði með allskonar baðolíum í. Ég myndi kveikja á fullt af yndislegum ilmkertum í baðherberginu (sem er svona cottage style í huganum á mér, pínu einsog í The Holiday) og setja á mig andlitsmaska af allskonar gerðum og drekkja mér í kremum og olíum eftir baðið. Kósí mjúk heima-föt, heitt súkkulaði (í húsinu sem, again, lítur út einsog cottage - basically allt lítur út einsog cottage-ið í The Holiday) uppí sófa með góða bók, fyrir framan arineldinn minn með ímyndaða hundinn minn kúrandi við fæturna á mér. Um hádegisbilið myndi ég malla mér eitthvað gott í gogginn, fá vin í heimsókn, og eftir það myndi ég fara í labbitúr í snjónum. Annars nær kósídagur aldrei lengra í huganum á mér en fram á miðjan dag.

  Antonía

  SvaraEyða
 5. Þinn kósýdagur hljómar eiginlega nokkrum númerum of vel!

  SvaraEyða
 6. Og já Sigrún, það gæti verið.. Ætla að skoða hann aðeins betur á netinu, hvað varstu að spá í að selja hann á? :D

  SvaraEyða
 7. Já gerðu það. 1000 kall bara. :)

  SvaraEyða