Uppáhalds förðunarburstar: Andlit!

Sælinú!
Nú er orðið tímabært að ég fræði ykkur um mína uppáhalds förðunarbursta, í hvað ég nota þá og afhverju þeir eru í uppáhaldi!
Í þessar færslu fjalla ég um andlitsburstana, en í því nærsta fáið þið að sjá mikilvægustu augnförðunarburstana í mínu lífi!

Sedona Lace Jumbo fan brush- Þessi er mun þykkari en gengur og gerist í þessum "blævængs" burstum. Kann vel að meta hann og nota hann daglega til að setja á mig púður highlighter (kinnar, nef, efri vör, haka o.þ.h.)

Sedona Lace Contour brush- Lítill og þéttur bursti, fullkominn til að skyggja kinnarnar og kjálkann- góður í alla svona fínlega og nákvæma skyggingu. Nota hann daglega og get illa hugsað mér að nota eitthvað annað í skyggingu. 

Sedona Lace Tulip contour brush- Þessi er dúnamjúkur, gefur alveg eftir og er frábær til að "bronza upp" andlitið. Nota þennan í ljósari bronzer og sólarpúður (s.s. ekki í dekkri skyggingapúður, burstin fyrir ofan er ætlaður í slíkt). Ég nota þennan s.s. daglega með Bourjois bronzernum mínum, dusta honum létt yfir gagnaugun, undir kinnbein, höku, kjálka.. eiginlega bara létt allstaðar á ytri brúnir andlitsins til að fá lit og frískleika í andlitið. 


Real Techniques contouring brush- Þessi lengst til vinstri á myndinni. Það var bylting þegar þessi bættist í safnið. Nota hann í e.l.f. HD púðrið mitt til að setja yfir baugahyljara. Ég nota s.s. annað púður yfir baugahyljara en yfir andlitið, því ef ég nota venjulegt púður undir augun þá verða línurnar undir augunum þurrar og áberandi. e.l.f. HD púðrið smýgur bara inn í þær og gerir allt slett og fallegt. 

e.l.f. Powder brush- Flatur, þéttur og dúnamjúkur bursti. Líklega besti bursti allra tíma! Sérstaklega miðað við verð, fáránlega ódýr. Mér finnst þetta besti burstinn í fljótandi farða, en þar sem mér finnst hann líka bestur í púður og á bara eitt stykki þá nota ég hann í púður í augnablikinu, því ég á svo marga aðra fljótandi farðabursta. 

Real Techniques buffing brush- Nota þennan í fljótandi farða, finnst hann alveg komast nokkuð nálægt e.l.f. powder burstanum, en samt ekki alveg eins frábær. Góður til að blanda, og lítill svo hann kemst vel á alla staði í andlitinu. (Hahah.. )

Sephora Stippling brush- Þessi var lengi vel uppáhalds burstinn minn í fljótandi farða... og hann er ennþá mjög góður í slíkt. En ég elska hann fyrir kinnaliti og nota hann í þá daglega. Hann er svo léttur og þægilegur að maður setur aldrei of mikið, blandar kinnaliti fullkomlega út svo maður sé ekki of dúkkulegur, sama hversu skrærir þeir eru. 

Burstar eru lykillinn af fallegri förðun, því betri burstar, því meiri líkur á fallegri förðun!

- Katrín María
Glimmer og Gleði á facebook!

6 ummæli :

 1. Ég elska, elska, ELSKA líka e.l.f. púður burstann minn, nota hann einmitt líka í fljótandi meik og púður og þarf einmitt líka að fjárfesta í öðrum svo þeir geti sinn sitthvoru hlutverkinu heheh:)
  En mér líst vel á þennan litla contour bursta sem þú átt... ég hef verið að nota þennan e.l.f. blush brush:
  http://threegirlsandamic.com/wp-content/uploads/2012/10/elf-blush-brush2.jpg
  ...en finnst hann betri í highlight en ekki alveg nógu góður í contour. Langar svolítið að prófa þennan í conourið:
  http://data.whicdn.com/images/51360016/31il9O0Wt2L_large.jpg
  Hefurðu prófað þennan?

  SvaraEyða
 2. Heyrðu nei ég hef ekki prófað hann, en ég á einn sem er eiginlega alveg eins úr Sephora og hann er mjög flottur í contourið.
  Ég held að að myndi henta mun betur í það en efri burstinn sem þú linkaðir á, trúi einmitt að hann sé góður í highlight :D

  SvaraEyða
 3. Hæ, er með eina spurningu sem kemur þessu burstabloggi svosem ekkert við :P

  En hvaða lit af Rimmel Stay Matte púðrinu notar þú?
  Það 20% afsláttur af Rimmel vörum á Asos og mig langar að prófa það en er ekki viss með lit... :)

  SvaraEyða
 4. Heyrðu ég var einmitt ekki viss þegar ég keypti fyrst og keypti bæði silky beige og sandstorm og það er eiginlega engin munur á þeim. Og ég hef notað þau á alveg margar vinkvenna minna sem eru allar með mismunandi húðlit, þannig það hvarflar að mér að þau séu öll nokkurn veginn translucent, kanski með einhverju smá litablæ, en persónulega finnst mér ekki koma nokkur litur af þeim :)

  SvaraEyða
 5. Ég er sammála að e.l.f powder brush er einn sá besti bursti fyrir púður, ég er búin að nota minn í rúmt ár og hann er enþá í sínu topp formi!:)

  SvaraEyða
 6. Já sama með minn! Ef maður fer vel með þá þá endast þeir rosa lengi :)
  Það var reyndar laust handfangið á mínum og það datt af á endanum, en það var minnsta mál í heimi að festa það bara aftur með gerviaugnháralími :)

  SvaraEyða